Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 65
45
Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur
ugur, krímugur, kúnstugur, körugur, léttferðugur, megnugur, morugur,
óvöndugur, praktugur, róstugur, rustugur, rykugur, rötugur, sannferð-
ugur, seyrugur, sinnugur, skítugur, skolugur, skröfugur, slepjugur, slím-
ugur, slorugur, sluprugur, sniðugur, staffírugur, stöndugur, sýtugur,
trúverðugur, tuktugur, töstugur, uppástöndugur, uppriktugur, víttluft-
ugur, vosugur, vötnugur, önugur.
Ef litið er nánar á þessi orð sem enda á -ugur, bæði hin fomu og
nýju, sést að þrátt fyrir samfellt yfirbragð er á þeim nokkur munur. Hér
hefur verið kosið að skipta -ug-orðunum í tvo meginflokka. í annan
flokkinn (flokk I) koma lo., mynduð af no. sem tákna eitthvað hlut-
kennt, áþreifanlegt, efni. Lo. merkir þá ‘þakinn, allur í, ataður’ því
sem no. táknar, t. d. hreistrugur ‘allur í hreistri’, slorugur ‘ataður slori’,
öskugur ‘þakinn ösku’. Hinn flokkurinn (flokkur II) er sundurleitari en
flokkur I en orðin í honum hafa þó sameiginlegt einkenni gagnvart
flokki I. í þennan flokk em í fyrsta lagi sett lo., mynduð af no. sem
tákna eðli, eiginleika, (hugar)ástand og merkir lo. þá ‘einkenndur, fullur
af, prýddur, gæddur’ þeim eiginleika eða ástandi sem no. táknar, t. d.
dygðugur ‘gæddur, prýddur dygð’, fjörugur ‘fullur af fjöri’, ráðugur
‘fullur af ráðum, ráðagóður’. í öðm lagi era hér talin nokkur gömul
arftekin orð, s. s. göfugur, slóttugur og önugur. Þau em frábragðin orð-
um eins og dygðugur, fjörugur og ráðugur að því leyti að þau verða
ekki hlutuð í fmmparta sína á sama hátt og hin síðamefndu. Venjulegur
málnotandi þekkir ekki orðhlutana göf-, slótt- og ön- á sama hátt og
dygð-, fjör- og ráð-, þ. e. a. s. hann þekkir þá ekki sem sjálfstæð orð
eða hluta annarra orða og á ekki auðv'elt með að setja þá í samband
við aðra skylda orðstofna eftir þeim málfræðireglum sem hann ræður
yfir sem málnotandi. Hinsvegar er merkingin í orðum eins og göfugur,
slóttugur og önugur skyld merkingunni í dygðugur, fjörugur og ráðugur
að því leyti að öll orðin hafa sameiginlegan merkingarþátt sem lýtur
að eiginleika eða ástandi og því má skipa hinum fyrmefndu í flokk með
hinum síðamefndu. í þriðja lagi má telja hér tökuorð sem enda á -ugur.
Til grundvallar sumum þeirra liggja no. sem náð hafa fótfestu í íslensku
máli, t. d. kúnstugur, kúnst. Þau em að því leyti sambærileg orðum eins
°g dygðugur o. s. frv. Önnur eiga það sammerkt orðum eins og göfugur,
slóttugur og önugur að orðhlutar þeirra koma annars ekki fyrir í málinu
sem sjálfstæð orð, t. d. dreissugur, firugur, hortugur. Enn önnur eiga sér