Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 68
48
(v)
Gunnlaugur Ingóljsson
greiðugur greiðugleiki
hróðugur hróðugleiki
kunnugur kunnugleiki
máttugur máttugleiki
sinnugur sinnugleikur
syndugur syndugleiki
viljugur viljugleiki
Þessi orð eru reyndar miklu fleiri eins og fram kemur hér á eftir en
hér eru aðeins talin nokkur þeirra sem eru ‘gagnsæ’ að því leyti að þau
orð, sem liggja -ug-orðunum til grundvallar, eru alkunn orð í málinu,
koma víða fyrir og taka þátt í allri algengri orðmyndun: greiðugur
(greiði), kunnugur (kunnur), viljugur (vilji). En hér er einnig um að
ræða orð, mynduð af stofnum sem ekki verða umsvifalaust settir í sam-
band við aðra kunnuglega stofna í málinu, t. d. gráðugur, gráðugleiki;
göfugur, göjugleiki; öfugur, öjugleiki; önugur, önugleiki o. fl. Einnig eru
mörg tökuorð sem taka þátt í þessari orðmyndun, t. d. jerðugur, ferðug-
leiki; gírugur, gírugleiki; hissugur, hissugleiki o. fl. Mörg -ug-orð, sem
mynda no. með viðskeytinu -leiki, bæta jafnframt við sig lo,- og ao.-
viðskeytunum -legur / -lega og koma þannig fram myndunardæmi: eftirfarandi orð-
(vi) harðvítugur harðvítuglega harðvítuglegur harðvítugleiki
kunnugur kunnuglega kunnuglegur kunnugleiki
skyldugur skylduglega skylduglegur skyldugleiki
stöðugur stöðuglega stöðuglegur stöðugleiki
voldugur volduglega volduglegur voldugleiki
öfugur öfuglega öfuglegur öfugleiki
örðugur örðuglega örðuglegur örðugleiki
Við hlið þeirra orða, sem enda á -leiki, eru allmörg sem enda á
-heit. Þetta viðskeyti er vesturgermanskt að uppruna, komið inn í málið
með tökuorðum en hefur orðið frjósamt til frekari orðmyndunar í ís-
lensku.6 Eftirfarandi orð koma t. d. þegar fyrir á 16. öld:
8 Um uppruna viðskeytisins -heit og frjósemi þess í íslensku sjá Halldór Hall-
dórsson, „Nokkur erlend viðskeyti í íslenzku og frjósemi þeirra,“ Einarsbók.
AfmœliskveOja til Einars Ól. Sveinssonar ..., (Útgefendur nokkrir vinir, 1969),
bls. 79-92. Um -ug+heit, sjá bls. 84-86 og 92.