Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 69
49
(vii)
Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur
gírugur
myndugur
verðugur
gírugheit
myndugheit
verðugheit
Lo., sem hér liggja til grundvallar, bæta gjaman við sig viðskeytinu
-leg- til myndunar nýrra lo. og ao., t. d. gírugur, gíruglegur, gírugheit;
dreissugur, dreissuglega, dreissugheit. Ennfremur em til, eins og áðan
var minnst á, mörg no. sem enda á -heit við hlið þeirra sem enda á
-leiki, t. d. hissugur, hissugleiki, hissugheit. Af nokkmm -ug-orðum
koma þannig fram orðmyndunardæmi með öllum þessum viðskeytum:
(viii) gráðugur
göfugur
hentugur
kyndugur
sniðugur
verðugur
önugur
gráðuglegur/-lega
göfuglegur/-lega
hentuglegur/-lega
kynduglegur/-lega
sniðuglegur/-lega
verðuglegur/-lega
önuglegur/-lega
gráðugleiki
göfugleiki
hentugleiki
kyndugleiki
sniðugleiki
verðugleiki
önugleiki
gráðugheit
göfugheit
hentugheit
kyndugheit
sniðugheit
verðugheit
önugheit
Af ofangreindum dæmum má sjá að þau -ug-orð, sem standa undir
þessum orðmyndunardæmum, mega öll teljast til flokks II í (i). Þar er
bæði um að ræða tökuorð og gömul innlend orð. Viðskeytið -heit heíur
þannig losnað úr tengslum við þau orð sem fluttu það í öndverðu inn
í málið, tökuorðin, og öðlast frjósemi til frekari orðmyndunar. Enda
þótt orð eins og kyndugheit, sniðugheit, verðugheit o. fl. eigi sér vissu-
lega hliðstæður í erlendum málum (d. kyndighed o. s. frv.) er ekki endi-
lega nauðsynlegt að líta svo á að þau séu öll tekin beint þaðan. Það má
hugsa sér að sum þeirra séu mynduð sérstaklega í íslensku. Á það skal
t. d. bent að íslenska orðið kyndugheit hefur aðra merkingu en danska
orðið kyndighed, merkingu sem er í samræmi við séríslenska og algenga
merkingu lo. kyndugur í nútímamáli. Ennfremur má benda á það að
ísl. kyndugheit kemur ekki fyrir á bókum fyrr en á 20. öld enda þótt
kyndugur komi fyrir þegar á hinni sextándu. Svo er og um nokkur fleiri
tökuorð:
(ix) ferðugur
kúnstugur
pliktugur
tslenskt mál 5
ferðugheit
kúnstugheit
pliktugheit