Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 70
50 Gunnlaugur Ingóljsson
Ferðugur kemur fyrir á bókum fram á þessa öld (OH) en OH hefur
engin dæmi um ferðugheit fyrr en á 20. öld: Þú hefir víst eitthvað feng-
izt við blóðstemmingar og aðrar lœkniskúnstir, önnur eins ferðugheit
og þú hefir í að meðhöndla allt svoleiðis? GHagalKH., 119.
Kúnstugur hefur verið algengt allt til þessa dags (OH) en OH hefur
aðeins eitt dæmi um kúnstugheit og er það frá þessari öld: að kveð-
skapur Sólons og önnur kúnstugheit muni hafa fylgt honum frá œsku.
IndrlndrDagur, 249.
Kyndugur, algengt síðan á 16. öld (OH) en kyndugheit kemur ekki
fyrir í seðlasöfnum OH fyrr en á 20. öld: En það sem kom mér til að
halda að hér vceri nýr móþjófur á ferðinni voru þau kyndugheit að þessi
frakkaklœddi maður, . . . bar á baki sér strigapoka úttroðinn af ein-
hverju sem mér sýndist vera mókögglar. HKLBrekk., 26.
Pliktugur. Um þetta orð eru mörg dæmi allt frá 16. öld til vorra
daga (OH) en um pliktugheit hef ég aðeins fundið þetta eina dæmi:
Frúnni, . .. eru ennþá ofarlega í huga þær póetisku þrautir mínar, sem
þessi pligtugheit ollu mér. ÞórbÞEdda2, 100.
Það segir reyndar ekki alla sögu þótt framangreind orð, sem enda á
-heit, komi ekki fyrir í söfnum Orðabókar Háskólans fyrr en á 20. öld
því að orð geta lifað lengi í mæltu máli án þess að komast á bækur.
Ekki er heldur útilokað að þau leynist í eldri ritum og lesið hafi verið
framhjá þeim við orðtöku. Þau geta því verið miklu eldri í málinu en
heimildir segja til um og sum þeirra eru jafnvel algeng í mæltu máli að
mínum dómi. Hinsvegar er ekki knýjandi ástæða til þess að ætla að
höfundar þeir, sem vitnað var til hér að framan eða aðrir málnotendur,
sem gripið geta til þessara orða, hafi samsvarandi erlent orð í huga eða
séu undir sterkum erlendum máláhrifum. Eins líklegt má telja að þeir
myndi þessi orð sjálfir af því að til sé í málinu orðmyndunarregla sem
leyfi að mynduð séu no. með viðskeytinu -heit af (vissum) lo. sem enda
á -ugur.
Eins og sést af orðmyndunardæmunum í (viii), þá eru þar nokkur
gömul innlend lo. sem bæta við sig -heit (t. d. gráðugur). Þetta bendir
til frjósemi -heit-viðskeytisins og styður þá staðhæfingu að upp sé
komin orðmyndunarregla í málinu af því tagi sem getið var hér að
framan. Hér koma fáein fleiri dæmi um innlend orð sem bæta við sig
-heit: