Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 71
51
Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur
(x)
skynugur
óvöndugur
slóttugur
skynugheit
óvöndugheit
slóttugheit
Þessi orð falla undir áðumefndan flokk II í (i). Þar er um ‘gagnsæ’
orð að ræða, t. d. skynugur (skyn), svo og ‘ógagnsæ’, þ. e. orðhlutamir
verða ekki umsvifalaust settir í samband við önnur orð sem málnotandi
þekkir, sbr. göf- og ön- í göfugur og önugur en hinsvegar dygð- og fjör-
í dygðugur og fjörugur.
í því dæmasafni, sem liggur greinarkomi þessu til grundvallar, em
fjölmörg orð (rúml. 100) sem teljast mega til flokks II í (i) en eiga sér
ekki nein afleidd orð af því tagi sem hér hefur verið fjallað um. Af
þeim má t. d. nefna:
dentugur, dygðugur, fjörugur, hirtugur, orðugur, ráðugur, rötugur,
siðugur, svefnugur, svörugur, tölugur, veslugur, þolugur, þróttugur.
Einnig em úr sama flokki ýmis orð sem reyndar bæta við sig -leg-
og/eða -leiki en engin dæmi em um með -heit:
genverðugur, greiðugur, hróðugur, höfugur, höstugur, máttugur,
sinnugur, skyldugur, stöðugur, syndugur, viljugur, voldugur, öfugur,
örðugur; argvítugur, geðugur, heiftugur, hortugur, kröftugur, lostugur,
náðugur, snúðugur, stórsnúðugur, stöndugur.
Þess væri nú að vænta, af því sem fyrr segir um frjósemi viðskeytis-
ins -heit, að hægt væri að mynda no. af framantöldum lo. með þessu
viðskeyti. Fróðlegt gæti t. d. reynst að gera málhafapróf og athuga hve
frjótt viðskeytið -heit reyndist í slíkri könnun. Ekki hefur verið unnt að
ráðast í slíkt að svo stöddu en ég vil aðeins nefna það hér að lokum að
sjálfur þykist ég hafa heyrt eða geta myndað eftirfarandi orð með -heit:
argvítugheit, dentugheit, dygðugheit, genverðugheit, harðvítugheit,
heiftugheit, hortugheit, höstugheit, náðugheit, sinnugheit, snúðugheit,
stórsnúðugheit, stöðugheit, viljugheit, þróttugheit, örðugheit.
Hér hefur lengst af verið fjallað um þau orð sem skipa má í flokk
II í (i) og orðmyndun þá sem þau taka þátt í en lítt hirt frekar um flokk
I. Þess ber þó að geta að til era orð af þeim flokki sem bæta t. d. við sig
-ieg- og -leiki. Fyrir koma orð eins og blóðuglega, sauruglega, saurug-
legur og saurugleiki. Blóðugur ‘ataður blóði’ og saurugur ‘ataður sauri’
falla samkvæmt skilgreiningu undir flokk I í (i) og ættu því ekki að