Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 72
52 Gunnlaugur lngóljsson
taka þátt í slíkri orðmyndun sem þeirri að bæta við sig -leg- og -leiki.
Það gera þau samt og við skulum nú að lokum líta á nokkur dæmi þar
sem þessi orð koma fyrir.
Blóðuglega: Hver tími, sem ... er blóðuglega dýr. Skuld 1882, 38;
þau orð, .. . sœra hann blóðuglega. GKambSkálh.II 44.
Sauruglega: Sjáið þér nú sjáljir hvernig sauruglega/ bæði sér með
svikum haga. SBrRs. III 82.
Sauruglegur: Gi0red ecke ydar Saaler saurugligar. 3 Mós. 11, 43
(GÞ); sauruglegann Synda hatt/ samþyckia þu alldrei matt. Vísnab.
168.
Saurugleiki: Lijkþra/ og <þnnur Saurugleike (!)7 Mannsins Lijkama.
3 Mós. 15, Marg. (GÞ); þvi velldur synda sektin vor/ og saurugleikinn
verkanna. HPPass., XLVI 7.
Skýringin á því að fyrir koma orð eins og blóðuglega, saurugleiki
o. s. frv. er sú að í þeim dæmum, sem hér hafa verið til tínd, eru
blóðug- og saurug- í yfirfærðri merkingu og eru mörg dæmi um lo. ein
sér í slíkri merkingu: af ... blóðugum syndum. ÓDavGald., 16; þad
vœri blódugt ad hafa þad af svo gódu barni. HFKvöIdv.(‘97) II 114;
útpressa . .. blóðuga skatta. MvT. I 237. Á 19. öld og síðan eru mörg
dæmi um orðalag eins og blóðugt háð, blóðug rangindi, skamma blóð-
ugum skömmum (OH). Saurugur kemur fyrir oft og snemma í yfir-
færðri merkingu: dreckid ydr eigi Vindruckna/ þui þar af kemr saurugt
lifuerne. Ef. 5, 18 (OG); þeir sem jyre hatidina hofdu syndazt og saur-
uger voru. HistPín. H IV v. Þá má bæta því við að hárugur ‘vaxinn,
ataður hárum’ kemur fyrir í yfirfærðri merkingu í samböndum eins og,
það er eitthvað hárugt við þetta mál ‘vafasamt, óheiðarlegt, sviksam-
legt’; svipað er að segja um gruggugur.
Merkingin í þeim orðum, sem nú voru talin, er ekki lengur hin eigin-
lega, ‘áþreifanlega’, hún er ekki lengur nokkurs konar samlagning stofns
og viðskeytis, t. d. blóð + ug-, heldur hefur lo. í heild, blóðug-, öðlast
nýja merkingu, ‘hróplegur’. Af þessum sökum rofna tengslin við flokk
I og orðið slær sér í hóp við orðin úr flokki II og tekur þá að hegða sér
eins og þau að öðru leyti og getur því leitt af sér orðmyndunardæmi
eins og önnur orð í þeim flokki.
7 Færi ekki betur á að hér stæði saurugheiti}.)!