Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 75
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Um [f:], [f] milli sérhljóða og [v:] í íslenzku
Söguleg athugun
1.0. í Noreensbók segir, að bókstafurinn / hafi í fomum ritum ís-
lenzkum táknað tvö mismunandi hljóð: 1) tvívaramælt (tannvaramælt),
óraddað önghljóð, 2) tvívaramælt (tannvaramælt), raddað önghljóð.
Noreen segist svo frá:
„/ bezeichnet zwei verschiedene laute:
1. Bilabiales, spater labiodentales / im anlaut (des wortes oder des
zusammensetzungsgliedes), vor k, s, t und in der verdoppelung, z.b.
fara, rífka, liúfs, liúft, offra.
2. Bilabiales v (b), spater labiodentales v in iibrigen stellungen . . .,
z.b. hafþa, erfa, kelfa, gefa, gaf, huarf.“ Noreen 1923, 40.
Mér vitanlega hafa þessar skoðanir Noreens ekki verið vefengdar.
1.1. Eina dæmið, sem Noreen tilgreinir, ritað með //, er offra. Hann
segir ekki afdráttarlaust, hvort hann telji, að /-ið hafi verið langt eða
stutt í þessu tilviki. Hins vegar er ljóst af Phonetische iibersicht (bls.
44), að hann telur / stutt, en // langt.
Sögnin offra er tökuorð í íslenzku, sbr. 1.7. Vert er því að athuga,
hvort langt / í ósamsettum orðum sé nýjung í íslenzku, runnin frá er-
lendum málum.
1.2. Líkur eru á því, að langt / hafi komið fyrir í samsettum orðum frá
upphafi vega í íslenzku, sbr. 1.7. En fyrst er rétt að athuga ósamsett
orð, sem langt / kemur fyrir í. Hér skiptir ekki máli, hvenær breytingin
tvívaramælt > tannvaramælt gerðist. Til einföldunar mun ég því nota
táknið [f:] fyrir langa önghljóðið.
Ég hefi aðeins rekizt á fá ósamsett orð með [f:] í fomíslenzku, þ. e.
fyrir 1500. Þetta hljóð virðist aðeins koma fyrir í sérstökum sambönd-
um: 1) á milli sérhljóða, 2) í bakstöðu á eftir sérhljóði, 3) milli sér-
hljóðs og r.