Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 76
56
Hálldór Halldórsson
1.3. Dæmi um [f:] milli sérhljóða í fommáli em buffeitt n. og buffeita
v. Orðið buffeitt er kunnugt úr Gísla sögu Súrssonar:
Þá gengr Þorgrímr at honum ok slær hann buffeitt mikit. ÍF VI,
51.
Þetta er eina dæmið, sem orðabækur yfir fommál tilgreina um orðið.
Textinn er prentaður eftir hdr. AM 556a, 4to frá síðari helmingi 15.
aldar. í eldra handritsbroti (frá öndverðri 15. öld), AM 445c, 4to,
stendur kinnhest í stað buffeitt, og sama máli gegnir um yngri pappírs-
handrit. Buffeitt er því sennilega ekki upprunalegt í texta sögunnar.
Orðið þarf því ekki að hafa tíðkazt í íslenzku fyrr en á 15. öld. Úr
síðari alda íslenzku (eftir 1500) hefir OH eitt dæmi um orðið, úr
HFLbs. 99 fol., 340. Þetta handrit er frá síðari helmingi 18. aldar. Vel
má vera, að HF hafi þekkt orðið úr hdr. af Gísla sögu, en ekki verður
það fullyrt. Heimildir benda þannig til, að orðið sé til þess að gera
ungt í málinu og hafi ávallt verið sjaldgæft. Buffeitt er tökuorð úr me.
buffet, sem komið er úr ffr. bouffet, bofet.
í fomritum kemur einnig fyrir sögnin buffeita:
En hann var bardr ok bvfeítadr ok med lima hvdstrykinn. FS 120
(Bærings s.).
liosta ok lemia, beria ok buffeita, draga huetuetna ok dreymgann
gera. Mar. 561.
Með því að heimildir um sögnina era nokkra eldri en um nafnorðið,
er hæpið að gera ráð fyrir, að sögnin sé gerð á íslandi af nafnorðinu.
Auk þess hefði eðlilegri mynd hennar þá orðið buffeitta. Hún er því að
öllum líkindum úr me. buffeten.
1.4. í fyrstu málfræðiritgerðinni gerir höfundurinn greinarmun á, hvort
/ er langt eða stutt. Hann notar orðið atkvæði í merkingunni „lengd1'.1
Hið fyrr nefnda kallar hann eff, hið síðar nefnda ef og ritar langa af-
brigðið sem stóran staf (F), hið stutta sem lítinn (f).
Rétt þykir að vitna orðrétt til nokkurs af því, sem fyrsti málfræðing-
urinn hefir um þetta að segja:
1 Hreinn Benediktsson þýðir atkvœði með sound á ensku, sbr. FGT 231.