Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 78
58
Halldór Halldórsson
ef hún hefir þá nokkum tíma staðið í ritgerðinni.2 V. Dahlerup og
Finnur Jónsson töldu, að afarar væri ef. et. af áfgr, en aFarar ef. et. af
affgr. Þetta viki frá minnstukenningunni að því leyti, að ekki væri
gerður greinarmunur á löngu a og stuttu. Hreinn Benediktsson segir, að
afarar „Conceivably, . . . might be the phrase afar ár ‘very early’". Ef
þessi skýring er rétt, viki fyrsti málfræðingurinn að tvennu leyti frá því,
sem annars virðist vera aðferð hans, þ. e. að skýra mál sitt með því,
sem nú er kallað minnstur: 1) hann gerði ekki greinarmun á löngu og
stuttu a, 2) hann bæri saman [v] og [f:] sem andstæður, þ. e. gerði ekki
greinarmun á rödduðu og órödduðu hljóði. Að því er ég bezt veit, em
fræðimenn sammála um, að / í afar hafi táknað raddað hljóð. Sjá 1.0.
Ég læt þessa gátu óráðna, en tel víst, að fyrsta málfræðingnum hafi
getað skjátlazt eins og öðmm mönnum.
1.6. Næsta eðlilegt er, að fyrsti málfræðingurinn gat ekki fundið
minnstu fyrir [f] : [f:]. Mjög fá orð með [f:] vom til í fommáli. Þó má
finna frá fomum tíma orð rituð eins að öðm leyti en því, að annað
hefir /, en hitt //, t. d. ofra : offra, en athuga ber, að / í ofra táknaði [v],
en // í offra táknaði [f:]. Hér er því ekki um að ræða andstæðuna [f] :
[f:J.
Eins og frá er greint í 1.4 og 1.5, kveður fyrsti málfræðingurinn stutt
/ heita ef, en langt / heita eff. Bókstafsheitið ef er vafalaust erlent. í
ensku er / ýmist kallað ef — með órödduðu hljóði — eða eff. Mér
hefir ekki auðnazt að finna, hversu gömul þessi bókstafsheiti em í
ensku. Nafn bókstafsins og samsvarandi rúnar var á fomensku féoh.
Hins vegar var bókstafurinn kallaður ef á latínu, sbr. „F, f, der sechste
Buchstabe des röm. Alphabets, ef genannt.“ (Georges).
Ég hefi það fyrir satt, nema sterkari rök verði leidd að öðm, að bók-
stafsheitið ef sé komið inn í íslenzku úr latínu, og sama gegnir um mörg
önnur bókstafsheiti. Bókstafsheitið eff á vafalaust rætur að rekja til
hins latneska ef, en óvíst er, hvort fyrsti málfræðingurinn hefir fyrstur
notað það, enda er það kunnugt úr annarri gamalli heimild (Rím. 23,
sbr. 1.5). En líklegt er, að hann hafi gert kerfi úr bókstafsheitunum, sbr.
tilvitnun í 1.4. Annars era bókstafsheitin í heild kunn úr Rask 1818,6.
Þar er m. a. eff. Rask gerir ekki greinarmun á heiti stórs og lítils stafs,
2 Hreinn Benediktsson segir: „The sentence illustrating the difference of afarar
and aFarar, i.e., of short vs. long f, has been omitted in copying." FGT 245.