Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 79
Vm [/:], [/] milli sérhljóða og [v;] í íslenzku 59
eins og fyrsti málfræðingurinn gerði. Bókstafsheitið eff er einnig notað
í færeysku.
1-7. Þriðja staðan, sem [f:] kemur fyrir í, er milli sérhljóðs og r. Dæmi
eru fá. Nefna má offr, offra og koffr. Sögnin offra er eflaust kristilegt
tökuorð úr einhverju vesturgermönsku máli — ef til vill með norsku
sem millilið. Helzt kemur til greina, að sögnin sé fengin úr fe. offrian
eða fsax. offarðn, en báðar eiga rætur að rekja til lat. offerre. Ég tel
líklegra, að orðið hafi borizt úr fsax. Rök fyrir því eru m. a., að ekkert
orð, samsvarandi offr, kemur fyrir í fe., hins vegar í fsax. offar (opper).
(Myndir með pp eru að líkindum runnar frá lat. operari). En einnig er
vel hugsanlegt, að offr sé íslenzk nýmyndun af offra.
Ógemingur er að segja með nokkurri vissu, hvenær offr og offra hafa
fyrst verið notuð í íslenzku máli. Orðin eru algeng í lausu máli fomu
og koma einnig fyrir í kveðskap. Þau kunna að hafa komið inn með
kristninni á 11. öld — varla fyrr — en um þetta verður ekkert fullyrt.
En hversu sem þessu er háttað, er víst, að þessi orð em í hópi allra
fyrstu ósamsettra orða, sem höfðu [f:] í íslenzku. Þetta hljóð var þó
vart framandi íslenzkum eyrum, því að líklega var það kunnugt í sam-
settum orðum eins og affall, haffœr o. s. frv.
Þá kemur í fommáli fyrir orðið kofr eða koffr „skrín, kista“. Myndin
kofr er í Æv. 262. Hins vegar er orðið skrifað koffur í Samson 36,
prentað eftir AM 343, 4to, frá 15. öld. (í Samson 36, neðanmáls, er
getið um myndina kopr í AM 589b, 4to, einnig frá 15. öld. Hér mun
vera um villu í uppskrift að ræða, því að ff var oft mislesið sem p í
handritum frá þessum tíma, að því er Stefán Karlsson segir mér). En
ömggasta dæmið um orðmyndina koffr er þó þetta:
spegill ok iij koffr semiligh. IOD 166.
Þetta dæmi er prentað eftir fmmriti á skinni frá 1408. Orðið er
sennilega fengið úr me. cofre á 13. eða 14. öld.
2.0. Mjög mörg orð, sem hafa [f:] í síðari alda máli, em tökuorð úr
dönsku. í því máli em flest þeirra skrifuð með //, einstaka með /, en
borin fram með [f]. Er því óþarft í þessu sambandi að sýna hljóðritun
einstakra orða. í skránni hér á eftir verða sýnd allmörg þessara töku-
orða, en engan veginn var ætlunin að tína þau öll til, t. d. var sleppt úr
ýmsum orðum, sem aðeins stóðu stutt við í málinu. Auk þess hygg ég,
að ógemingur sé að gera fullkomna skrá.