Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 80
Halldór Halldórsson
60
2.1.
Blöff. OH hefir ekki dæmi fyrr en frá 20. öld (HKLVef. 113). Orðið
er annaðhvort fengið úr d. bluff [blöf] eða e. bluff.
Blöffa frá 20. öld (ÓJSigVeg. 52, OH), úr d. blufje eða e. bluff.
Buff frá 19. öld (ÞJMat. 52, OH), úr d. b0f.
Buffalnaut frá 19. öld (ísl. 2,172, OH), sbr. d. bóffelokse, bóffel-
tyr. Sjá buffall.
Buffall frá 20. öld, t. d. BSæmSpend. 72 (OH), úr d. bóffel.
Böffull frá 19. öld (OddsLand. II, 14, OH), úr d. bóffel. Þessi orð-
mynd, sem ekki hefir haldið velli í málinu, á rætur í dönsku ritmynd-
inni.
Fiff frá 20. öld (aðall. talmál), úr d. fif. Orðið komst inn í dönsku
seint á 18. öld úr þ. Pfiff.
Gaffall frá 17. öld (Alþb. VI, 403 (1657), OH). Nokkru eldra dæmi
er um orðmyndina gaffill (rituð Gafelí), sbr. Nom. I, 175 (OH). JÓ
(OH) hefir dæmi bæði um myndina graffall og gaffill („alii dicunt
Graffall, et alii Gaffill“). Yngri dæmi hefi ég ekki fundið um þessar
myndir. Sennilega er orðið fengið úr d. gaffel, en hugsanlega er orðið
eldra en íslenzkar heimildir sýna og gæti verið úr mlþ. gaffel{e).
Gíraffi frá 19. öld (ísl. 3, 66, OH), úr d. giraf. í d. ritmáli kemur
fyrir giraffe.
Glúffa frá 18. öld (NL 75, OH), úr d. gluffe. Nokkur dæmi eru um
orðið frá 18. og 19. öld, algengast í flt. (glúffur).
Griffill frá því um 1800 (LFR XI, 294, OH), úr d. griffel.
Júfferta frá 18. öld. (JJohnsVas. 206, OH), úr d. juffer, þó fremur
af eldri myndinni juffert.
Kaffi. Nokkur dæmi frá 18. öld, svo sem:
Caffee, faba adjustæ. — Þat er nu ordet so geingit i Kióbenhavn
[ca. 1728] at sumir kunna at eyda i þvi 4m Rixdölum um árit. JÓ
(OH).
Önnur dæmi OH frá 18. öld eru m. a. EspSag. XXXI (1766) og
EÓlLach. 91. Orðið er fengið úr d. kaffe. Það er nú samkyns í d. nema
í máll. íslenzka orðið er runnið frá hvorugkenndu myndinni.
Koffur. Um þetta orð er áður rætt, sbr. 1.7. Það er því eldra í málinu
en þau orð, sem runnin eru frá d. Rétt þótti að geta þess, að það er
enn kunnugt á 18. öld. JÓ (OH) ritar koffur, kooffur, en BH I, 465