Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 81
61
Um [/:], [/] milli sérhljóða og [v:] í íslenzku
kofr, koffr. Báðir þessir heimildarmenn gátu þekkt orðið úr fommáli.
Lúffa „belgvettlingur úr skinni“ frá 20. öld, úr d. luffe. Orðið virðist
í þessari merkingu komið inn í danskt ríkismál úr mállýzkum (józku).
Lúffa „láta undan“ frá 19. öld, t. d. JSBréf2 122 (OH). í d. merkir
luffe „beita upp í vindinn“. Merkinguna „láta undan“ finn ég ekki í
dönskum orðabókum. Hins vegar tilgreinir FRGDO þá merkingu.
Moffa frá 18. öld:
Manica Erme, Moffa jt[em] handske. Nom. V, 141 (OH).
Ég finn ekki önnur dæmi um þessa orðmynd. Komið úr enýd. moffe.
Múffa. Nokkur dæmi frá 18. öld, elzt JÁNucl. 782 (OH), þar sem
ritað er muffa, sem vafalaust táknar múffa, enda gerir JÁ ekki mun á
u og ú. Komið úr d. muffe.
Ruff frá 18. öld:
skip ... sem er skrautlega búið með eitt stórt ruff eður hús í miðju.
AfmKál. 53 (1774) (OH).
Hér virðist átt við framburðinn [rvf:], en í síðari dæmum er skrifað
rúff, elzt frá 19. öld, t. d. BenGröndRit. II, 509 (OH). Komið úr d. ruf.
Skafja. Sögnin er kunnug frá 16. öld úr NTOG:
I hinum tiunda ellefta og tolfta hefer hann at skaffa vidr þa fals
postula. 2. Kor. form.
Hér er sögnin í sérkennilegri merkingu („fjalla um“), en er í sam-
ræmi við Lúthersbiblíu:
Hat er mit den falschen Aposteln zuschaffen. (Sjá CWN 294
(skaffa)).
Hins vegar stendur „taler med“ í Nýjatestamentisþýðingu Chr. Peder-
sens frá 1531, sbr. CWN undir skaffa. Hér virðast þannig þýzk áhrif á
ferðinni. Sögnin kann að vera eldri í málinu og þá líklega komin úr hþ.
eða mlþ. schaffen, síður úr d. skaffe. OH hefir engin dæmi um sögnina
frá 17. öld, en nokkur frá 18. öld, og er merking þá hin sama og nú.
Skaffari er kunnugt frá 18. öld (JÓ, OH), sagt sjaldhaft („rarius in
usu“), vafalaust fengið úr enýd. skaffare, nú skaffer (sjaldgæft).
Skúffa frá 17. öld (Bps.B VIII 5, 91 r., (1685), OH). Komið úr d.
skuffe.
Straff frá 16. öld (LV75 B V.v., CWN). Komið úr enýd. straff, nú
straf.