Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 82
62
Halldór Halldórsson
Straffa frá 16. öld, nokkur dæmi í NTOG, sbr. JHMálið. Að líkind-
um komið úr d. (enýd.) straffe, sem fengið er úr mlþ. straffen.
Syffi, stytting (gælumyndun) úr sýfilis, kunnugt frá 20. öld (ÓJSig-
Hreið. 171). BJ benti mér á dæmið. ÓJSig segir mér, að hann hafi lært
orðið sem slanguryrði úr máli Hafnarstúdenta. Hins vegar ber að geta
þess, að syph er til í amerísku slangurmáli.
Úff, upphrópun, kunnugt frá 20. öld (ÓJSigHreið. 54). BJ benti mér
á dæmið. Komið úr d. uf.
Vaff. Ekki hefi ég spurnir af þessu bókstafsheiti fyrr en á síðari hluta
18. aldar (GPStöf. 16, OH), þar sem raunar er efazt um réttmæti þessa
heitis („ei helldr felle eg mig vid ... at nefna Vaú edr Vaff, helldr ...
ú“), en Rask 1818,6 kallar stafinn athugasemdalaust vaff, og sama gerir
GV, undir v. Þá má geta þess, að í orðabók EJ (1863) segir: „V, nu i
det mindste almindelig kaldet vaff.“ Tilvitnanir til GPStöf. og EJ benda
til, að bókstafsheitið sé ekki gamalt og hafi sætt andspymu. Þetta bók-
stafsheiti var áður notað í færeysku, sbr. Svabo. Sjá um eff 1.6. Úr
hvaða máli það er komið í íslenzku, veit ég ekki, en eftir einhverjum
krókaleiðum er það mnnið frá Fönikíumönnum. Þeir höfðu bókstafs-
heitið wáw „and used it for semiconsonant w, as in English know,
knows.“ AmHer. 1412.
Voff, eftirlíking á hundshljóði, kunn frá 20. öld. Þetta kann að vera
sjálfstæð ísl. myndun, en svipaðar eftirlíkingar em í öðram málum, sbr.
t. d. d. vuf og vof. Af upphrópuninni er myndað hundsheitið voffi
(bamamál).
2.2. Úr upptalningunni í 2.1 hefir m. a. verið sleppt orðum, sem koma
fyrir í tveimur gervum, þannig að önnur myndin hefir [f:], en hin [f].
Hér verða nokkur orð af þessu tæi talin, einnig orð, sem aðeins hafa
[f] milli sérhljóða. Þó verður mannanöfnum og gælunöfnum sleppt hér
úr, en um þau fjallað í 2.3—2.5.
Kofort. Myndin koffort er kunn frá 18. öld (t. d. JÓ (OH)), vafalaust
gerð eftir koffert, sem áður tíðkaðist í dönsku. Frá sama tíma er kunn
myndin kúffert, sem er í meira samræmi við danskan framburð, enda er
orðið nú — og hefir lengi verið — ritað kuffert í dönsku:
koofort. n. Riscus, capsa oblonga itineraria, corio plerumqve ob-
ducta, a Danico et Kuffert. (JÓ (OH)).