Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 83
63
Um [/:], [/] miV/í sérhljóða og [v:] í íslenzJcu
Þessi orðmynd hefir verið fátíð. Ég þekki aðeins eitt annað dæmi um
hana (BH I, 465). Myndin kofort er kunn frá 19. öld (EirÓl. 201, OH).
Þessi orðmynd er torskýrð.
Safír. Orðið er komið inn í ísl. á 16. öld, ritað Zaphir, í Job. 28,16
(GÞ). í Lúthersbiblíu 1544 og Kristjáns þriðja Biblíu 1550 er ritað
Saphir (Sjá CWN, 284 (safír)). Ógemingur er að segja, hvort orðið hefir
borizt úr dönsku eða þýzku. Ætla verður, að ph hafi verið borið fram
[f]. Frá fyrri hluta 17. aldar er kunnur rithátturinn Sapphyr, Sappýr
(Nom. I, 266, OH) og frá fyrri hluta 18. aldar Saffir. Þessi síðast nefndi
ntháttur bendir ótvírætt til, að borið hafi verið fram [f:]. Þessi ritháttur
er einnig kunnur úr yngri ritum (MiltPar. 55, HKLSjfólk 114, OH). Bl.
rilgreinir aðeins ritháttinn safír og framburðinn [sa:fir]. Hér virðist er-
lent (danskt eða þýzkt) [f] milli sérhljóða ýmist hafa orðið [f] eða [f:]
í íslenzku.
Slaufa f. Þessi orðmynd er kunn frá síðari hluta 19. aldar (Þjóð. 39,
228, OH) og slauffa frá svipuðum tíma (Fjallk. 1891, 164, OH). Um
þessa síðari orðmynd hefir OH nokkur dæmi úr talmáli. í Rvk. hefi ég
beyrt orðmyndina sluffa í merk. „þverbindi“. Orðmyndin slaufa er
fengin úr d. slójfe, og vel má vera, að slauffa sé mnnin frá sömu orð-
mynd (sbr. safír: saffír). Þó er rétt að geta þess, að ritmyndin slóiffe
kemur fyrir í enýd. Sluffa virðist mnnið frá slóffe, sem kunnugt er úr
ri. máll. og eldri nýdönsku.
Slaufa v. „hætta e-u í svip, láta dragast“, kunnugt frá 20. öld (Jök-
JakLeik. 14, OH), úr d. slójfe. Einnig kemur fyrir orðmyndin sluffa
(OH (talmálssafn)). Orðmyndina slúffa heyrði ég stúdent nota á gangi
1 Ámagarði 27. febr. 1979: „Ég verð þá bara að slúffa fundinum“ (þ. e.
halda ekki fundinn vegna lélegrar aðsóknar).
Sófi. Orðið er kunnugt frá 18. öld (Ann. I, 625, OH) og sama orð-
mynd frá 19. og 20. öld (nú mjög algeng). En fleiri orðmyndir em
kunnar frá þessum öldum: soffi í orðinu soffastóll (KonBréf. 85 (1845),
°H), sofi (Þús.1 I, 75 og 184, OH), sopha m. (ísaf. 1887, 212 (OH)),
s°ffi í orðinu sóffa-betrekk (Bjarki 1897, 56, OH). Þessi síðast greinda
°rðmynd er einnig algeng hjá rithöfundum 20. aldar (ÞórbÞ., GHagal.
°8 HKL). Þá þekki ég orðmyndina súffi úr reykvísku talmáli í sam-
bandinu sitja í súffa og segja a „sitja veizlu og leggja ekki orð í belg“.
Grðmyndin sófi er fengin úr d. sofa, en myndimar sofi og sopha bera
vitni um dönsk ritmálsáhrif og kunna að hafa verið bomar fram með