Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 84
64 Halldór Halldórsson
[ou]. Orðmyndin sóffi er tvímynd við sófi á sama hátt og saffír : safír.
Sjá það orð.
Strófa. Orðið er lítið notað í ritmáli, en heyrist oft í tali, úr d. strofe.
Sýjilis. Elzta dæmi OH um orðið er úr ÁrsrFrf. 1923, 107, og er þar
f. Af næstu dæmum verður kyn ekki séð, en frá 1945 er öruggt dæmi
um karlkynið. Komið úr d. syfilis.
Trafali frá 17. öld (GA 21), skrifað Travale, einnig ritað með v í
JÓ (OH). Orðið hefir því örugglega verið borið fram með v. Nú heyrist
það stundum borið fram með /, líklega áhrif frá stafsetningu. Orðið er
sennilega komið úr me. travail og því nokkru eldra en ísl. heimildir
votta.
2.3. í 2.2 var minnzt á, að [f:] kæmi fyrir í mannanöfnum. Dæmin eru
fá, og í þeim skiptist á [f] og [f:]. Skulu nú rakin tvö dæmi, sem sæmi-
legar heimildir eru um.
Soffía, einnig ritað Sofía, en mér vitanlega nú aldrei svo fram borið.
Nafnið var komið inn í ísl. á 14. öld, sbr. LindDop., d. 938. Þrenns
konar ritháttur var á nafninu í fornum skjölum eins og nú mun rakið:
1. Sophia. Þessi ritháttur er algengur í fomskjölum, sem aðeins em
til í uppskriftum, sbr. t. d. Sophia í D.I. III, 517, hdr. frá því um
1639. Rithátturinn sophiu œireksdotter kemur fyrir í D.I. IV,
291. Þetta er í skjali frá 5. apríl 1421, að því er talið er. Heimild
Fombréfasafnsins er AM dipl. afskriftir, Nr. 5663 „Ex originale“
með hendi Jóns Magnússonar, bróður Áma. Uppskrift Jóns er
sögð mjög nákvæm, sbr. D.I. IV, 290-291. Vitanlega verður ekki
fullyrt, hvort Jón hefir þrætt stafsetningu fmmrits alveg nákvæm-
lega. Ég treystist þó ekki til að neita, að rithátturinn Sophia eigi
gamlar rætur.
2. Soffia. Þessi ritháttur er kunnur frá 15. öld:
soffiv lopzdotter. D.I. VI, 289, frá 5. ágúst 1480, hdr. AM XXV,
11, fmmrit á skinni.
soffia lopzdotter. D.I. VI, 548, frá 11. sept. 1485, hdr. AM Fasc.
XXVII, 45, framrit á skinni.
soffia. D.I. V, 332, úr Máldagabók Ólafs Rögnvaldssonar frá því
seint á 15. öld (Bps.B II 4).
3. Sofia. Þessi ritháttur er kunnur frá 1500: