Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 85
Um [/:], [/] milli sérhljóða og [v.-] í íslenzku 65
sofiu loptzssdottur. D.I. VII, 505, frá 1. júlí 1500, hdr. AM Fasc.
XXXIV, 31, frumrit á skinni.
Sami ritháttur kemur fyrir í fleiri skjölum, sem varðveitt eru í hdr.
frá 16. öld.
Þá má geta þess, að frá 14. öld eru dæmi um myndimar Svffio,
Suffiu, en þá er um nafn á erlendum konum að ræða, sbr. LindDop.,
d. 938.
Ókunnugt er um nafnið Stefán á íslenzkum manni fyrr en á 13. öld,
sbr. LindDop., d. 947. Ritháttur þess er nokkuð á reiki í fomum hand-
ritum. Um þetta hefi ég látið mér nægja að styðjast við fmmbréfaútgáfu
Stefáns Karlssonar (IOD). Galli er það, að öll bréf, er varða þetta nafn,
eru norðlenzk, en svo virðist sem framburðurinn [stef:aun] sé miklu
aIgengari nyrðra en annars staðar, sbr. Máll. II, 192. í frumbréfunum
er ritháttur nafnsins þrenns konar og raunar — ef strangt er tekið —
ferns konar:
1. Stephan:
stephán prest. IOD 10, frá 5. júlí 1330.
biskup keypti medr handa bande at herra stephanj. IOD 22, frá
21. apríl 1345.
steffaen gvnnlavghsson. IOD 179, frá 3. apríl 1410
(tekið hér með, þótt ritháttur sé ekki hinn sami).
2. Steffan (Steffán):
steffan gunnlaugs son. IOD 95, frá 17. júní 1390.
steffæn gvnnlavghsson. IOD 179, frá 3. apríl 1410.
steffan gunnlaugsson. IOD 186, frá 9. apríl 1414.
Sjá enn fremur IOD 217 (1420), 286, 287 (1431), 381 (1446).
3. Stefán:
stefán gunnlaughsson. IOD 142, frá 22. marz 1401.
sagdizst stefan æinghe endi mork uita. IOD 142 (úr sama bréfi
og næsta tilvitnun á undan).
Síðustu dæmin era fengin úr bréfi, sem Stefán Karlsson merkir 113.
Næst á eftir birtir hann annað bréf frá sama stað og sama tíma, merkt
114 og segir: „Det kan næppe afgpres om nr. 114 har været udkast til
nr. 113 eller brevet er blevet udstedt i to eksemplarer, som da i ordlyd
har afveget betydeligt fra hinanden“. IOD 146. Nafnið kemur þrívegis
fyrir í 114, er einu sinni ritað stefán, en tvívegis stefían, sbr. 144-145.
íslenskt mál 6