Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 86
66
Hálldór Halldórsson
Þá ber að geta bréfs nr. 221 frá 18. maí 1431. í þessu bréfi kemur
nafnið 7 sinnum fyrir. Það er einu sinni ritað með //, en 6 sinnum með
/, sbr. IOD 282-283.
2.4. Hverjar ályktanir má svo draga um framburð nafnanna Soffía
og Stefán af stafsetningu þeirra í frumbréfum? í fyrsta lagi má örugg-
lega álykta, að borið hafi verið fram [f:], þegar ritað var //. Við höfum
dæmi um nafnið Soffía (með //) frá síðari hluta 15. aldar og um rit-
háttinn Steffán frá síðari hluta 14. aldar. Rithátturinn ph segir ekkert
um það, hvort fram hefir verið borið stutt / eða langt, en rithátturinn
/ merkir væntanlega, að borið hafi verið fram stutt /. Stutt / milli sér-
hljóða var annars ókunnugt í íslenzku á þessum tíma, enda táknaði
stafurinn / í þessari stöðu hljóðið [v]. Allt um það hygg ég, að Stefán
hafi að minnsta kosti af sumum verið borið fram [stefarn] á þeim tíma,
sem hér hefir verið um rætt. Ræð ég þetta m. a. af hinum almenna
framburði orðsins nú á dögum. Um framburðinn [so:fia] er erfiðara
að segja.
2.5. Hljóðið [f:] kemur fyrir í nokkrum gælunöfnum. Um aldur þeirra
get ég ekki sagt. Hljóðafar gælunafna er oft með sérstökum hætti og á
að minnsta kosti stundum rætur í erfiðleikum um hljóðmyndun á fyrstu
æviárum. Annars er þetta of mikið mál til að ræða hér. Örfá gælunöfn
með // skulu nú rakin:
Friffi, gælunafn af Friðfinnur, stytting og samlögun.
Guffa, Guffí, gælunafn af Guðfinna, stytting og samlögun.
Soffa (sbr. Skírni 1926, 106), gælunafn af Soffía, stytting.
Steffa, gælunafn af Stefanía eða öllu heldur Steffanía, stytting.
Gælunöfnin þekki ég úr daglegu tali.
2.6. Nokkur dæmi þess eru í íslenzku, að á skiptast pp og //, þ. e.
[hp] og [f:]. Sum orðin eru erlend að uppruna, en önnur ekki. Skulu nú
rakin nokkur dæmi um þetta fyrirbrigði:
Groppa. í orðabók BH, sem er elzta heimild um orðið, er það þýtt
„spongiositas, Svampagtighed“ og groppulegr „spongiosus, svamp-
agtig“ (BH I, 309). í viðbæti, sem Björn gerði, segir svo: „Groppa
menn kalla isinn groppulegann þegar hann er gisinn og osliettur, sem á
landi kallaz fioru módur, menn kalla og groppulegt bræd sem mióg er
gisid og upphlæpid.“ BA XXIX, 127 (BH) (OH). Úr nútímamáli þekki