Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 87
67
Um [/:], [/] milli sérhljóða og [v:] í íslenzku
ég ekkert dæmi þessara orðmynda. Hins vegar hefir OH nokkur dæmi
ur vestfirzku alþýðumáli um orðmyndina groffa. Einn heimildarmanna
að vestan skýrir orðið svo: „groddi, gróft fataefni, einnig um jarðveg,
sem er laus í sér. Notað um torfristu.“ Þá er einnig kunnugt af sömu
slóðum lýsingarorðið groffulegur „laus í sér, glypjulegur“. Orð þessi eru
áreiðanlega ekki tökuorð, heldur skyld ísl. gropinn „gljúpur, gleypur“,
Sropna, grópna „verða meyr“ og n. gropna „oplpses, bli skjpr og m0r
om is og tæle.“
Reffilegur er kunnugt frá 19. öld, sbr. t. d.:
reffiligr. a.m. . . . splendorem et magnificentiam affectans, um
menn er bera sig höfdingliga til þá þeir eru heimsóktir og líka í
klædnadi. Lbs. 220, 8vo, bls. 369 (OH).
OH hefir fleiri dæmi frá 19. öld og einnig hinni 20. Sést af þeim, að
orðið hefir ekki aðeins verið haft um menn, því að talað er um „reffi-
lega bögu“ og „reffilegt vanhús“.
Þó að ég taki orðið reffilegur hér með, get ég ekkert fullyrt um upp-
runa þess. En vart virðist geta verið nema um tvennt að ræða, ef miðað
er við önnur orð með //: 1) að orðið sé tökuorð, 2) að upprunalega hafi
verið pp í orðinu, nema hvort tveggja sé. í mlþ. kemur fyrir orðið replik
»,beweglich“ (Lúbben). Þetta orð gat breytzt í *reppilegur á ísi. og
merking þróazt í „myndarlegur“. Á þetta ber aðeins að líta sem skýr-
ingartilraun.
Skeppa. Orðið er kunnugt frá 17. öld (Ann. 1,107, OH), en kann að
vera miklu eldra í málinu, þar sem það kemur fyrir í fornnorskum
heimildum (sbr. Fr. og GV). Þó ber að geta þess, að BH II, 262 merkir
Sképpa sem nýtt orð í málinu. Orðmyndin skeffa er kunn frá því
snemma á 19. öld (GVídBr. 24 (1801), OH) og kemur oft fyrir síðar.
Yfirleitt er talið, að skeppa sé norrænt orð að uppruna, enda er sam-
stofna orð með öðru viðskeyti notað í þýzku. Allt um það kann orðið
að vera danskt tökuorð í ísl. (d. skœppe). Bendir umsögn BH til þess.
Breytingin skeppa > skeffa hefir orðið í ísl.
Skreppingur „hræðsla, fælni, myrkfælni" og orð leidd af því eru
kunn frá 18. öld. Frá sama tíma er kunn orðmyndin skreffingur og orð
leidd af henni. Skulu nú nokkur dæmi rakin:
Skreppingr, m. qvi pavide assultat. aliis skreffingr. JÓ (OH).