Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 88
68
Halldór Halldórsson
Skreppíngr, m. qvi tenebras et manes timet, som frygter for Mprke
og Gjengangere. BH II, 279, sbr. einnig BHAmbj. 31 (OH).
Eins og fram gengur af fyrra dæminu, þekkir JÓ einnig myndina
skreffingur. Honum er einnig kunnugt um orðin skreppingslegur og
skreffingslegur, en svo segir hann fram borið af sumum (nonnullis).
Þessi mynd kemur víðar fram, m. a. í ÁsmSæmHerv. 49 (OH) og SPét-
Lj. II, 159 (GVíd.). Þá ber þess að geta, að orðið skreffingslæti kemur
fyrir hjá JÓ:
Skreffings læti n. pl. gestus tales qvi celeri motu visum fugiunt, et
mox identidem in conspectum redeunt, ut Virgines qvædam solent,
si in conspectum virorum inopinato veniunt. JÓ (OH), undir
skreppa.
Frá síðari tímum eru bæði orðin, skreppingur og skreffingur, kunn.
T. d. greinir Bl. frá þeim báðum. Hann þekkir skreffingur úr norð-
lenzku. Enginn vafi leikur á, að orðmyndin skreppingur er eldri, sam-
róta við skreppa.
Slúffa : slúppa. Orðmyndin slúffa „bátur“ er kunn frá 17. öld (JÓl-
Ind. II, 247; Tyrk. 152, OH). Þessi orðmynd virðist komin úr d.
(enýd.) sluffe, sbr. JÓ (OH): „slwffa, f. navigiolum. Dan. en Sluffe“.
Ástæðulaust er að ætla, að JÓ fari hér með fleipur, þótt sluffe finnist
ekki, mér vitanlega, í dönskum orðabókum. Orðmyndin sluppa (eða
slúppa) er kunn frá 18. öld:
brotnuðu 4 skip á Vatnabúðum Magnúsar Jónssonar og frönsk
slupfa Steindórs á Krossnesi. Ann. II, 690 (OH).
Vier sendum öll vor fartöy í land, nefnilega bát, julu og schluppu.
AfmKál. 57 (1774) (OH).
Slúppa er kunnugt frá 19. öld, t. d. NF XVIII, 189 (OH), en einnig
koma fyrir orðmyndirnar sluppa (Þjóð. 22, 85, OH) og slúbba (Ásm-
HSjó. 24 og 271, OH). Orðið sluppuskip kemur fyrir á 17. öld (Alþb.
VIII, 158 (1687), OH) og slúppskip á 19. öld (Þjóð. 16, 92, OH).
Þessar orðmyndir eru runnar frá enýd. sluppe og d. slup.
Soppa. Orðið er kunnugt úr Karlamagnúss sögu:
Árla váru þau uppi ok géngu út . . . þá tóku þau soppu af víni ok
síðan géngu þau til sængr ok skemtaðu sér. Klm. 56.
Hér virðist átt við eins konar „vínsúpu“, þ. e. vín blandað brauði,