Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 89
69
Um [/:], [/] milli sérhljóða og [v:] í íslenzku
enda er sú merking kunn úr fomensku. Orðið soppa er einnig til í
n.máll. og í sæ. og raunar er d. suppe sama orðið að uppruna. Vafalaust
er orðið rótskylt súpa og sopi, en að líkindum tökuorð í norrænum
málum úr mlþ. eða me. soppe. Nokkur dæmi em um orðið frá síðari
öldum. JÓ (OH) telur það merkja „kom blandað vatni“ („triticum aqva
commistum“), en BH II, 312 „spónamatur“ („pulmentum, sorbillum,
Suppe, Drik, S0bemad“). í nútímamáli er orðið notað um „pönnu-
kökudeig“ og ýmiss konar ,,hrærur“. Athyglisvert vegna merkingar er
eftirfarandi dæmi:
Þar stóðu þrjár vinnukonur . .. og hrærðu — ein í kjötsoppunni,
önnur í mjölsoppunni, þriðja í eggjasoppunni. JTrRit. III, 133
(OH).
Orðmyndin soffa er merkt norðlenzk í Bl. Ég þekki hana líka að
norðan úr talmáli. Úr Eyjafirði hefir OH þetta dæmi:
Hrákalumma var lumman köliuð, sem seinast var bökuð úr soff-
unni.
Allt bendir því til, að eldri myndin, soppa, hafi breytzt í soffa á til-
teknu svæði.
Stroppa : stroffa. Frá 18. öld er til dæmi um stroffa („stroffur eða
hánkar af seglgarni“) í LFR IX, 145 (OH) og upp frá því mörg dæmi.
Orðmyndin stroppa er hins vegar fyrst bókfest á síðari hluta 19. aldar
(SigvLj. 131), og mörg yngri dæmi eru um þá orðmynd í OH. Orðið er
komið úr d. stroppe (gömul mynd), sem nú er strop, sbr. ísl. stroff
(Hlín 1944, 117, OH). Með hliðsjón af uppruna verður að gera ráð
fyrir, að stroppa sé upprunalegri mynd en stroffa, þótt yngri dæmi séu
um hana. Hér er því á ferðinni breytingin pp > //•
2.7. í 2.6 hefi ég rakið nokkur dæmi þess, að pp > //• Ekki eru þó öll
dæmin örugg. T. d. verður að minna á, að eldri dæmi eru um slúffa en
slúppa og stroffa en stroppa. Eins og á var minnzt í 2.6 geta tvær mis-
munandi danskar myndir legið til grundvallar fyrir slúffa (d. sluffe,
samkv. JÓ) og slúppa (d. sluppe). Það kann að vera tilviljun, að stroffa
er bókfest fyrr en stroppa. Orðið reffilegur er ekki marktækt í þessu
sambandi, þar sem uppruninn er óvís. Eftir standa þá groppa : groffa,
skeppa : skeffa, skreppingur : skreffingur og soppa : soffa. Raunar hefi