Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 90
70
Halldór Halldórsson
ég sleppt nokkrum orðum, sem ég tel mig ekki hafa nægilega traustar
heimildir um. Flest þessara orða virðast vera staðbundin, en útbreiðsla
orðmyndanna hefir ekki verið rannsökuð nægilega, til þess að hægt sé
að draga ályktanir af henni.
Fram hjá því verður ekki gengið, að breytingin pp > // kemur fyrir
í nokkrum ísl. orðum. Þessi breyting minnir á fomháþýzku hljóðfærsl-
una, sbr. t. d. fsax. slapan: fhþ. sláffan. Talið er að þessi breyting hafi
orðið með þeim hætti, að lokhljóðið hafi orðið fráblásið: [p] > [ph],
en síðan myndaðist tvæhljóð (affricata) pf, og loks varð samlögun: p
samlagaðist /, svo að úr varð //, sbr. Braune 1925, 74-75. ÁBM hefir
ýjað að því við mig, að breytingin í ísl. kunni að hafa átt sér fyrst stað
á svæðum, þar sem fyrir kemur, að í stað [hp] er borið fram [hph].
Bjöm Guðfinnsson minnist á þennan framburð í Máll. I, sbr. t. d. bls.
210, þar sem hljóðritað er [ehkjh:i]. Eins og áður er sagt, er útbreiðslan
ekki nægilega rannsökuð til þess að fullyrða nokkuð um þetta. Um til-
vist tvæhljóðsins pf í ísl. er ekkert kunnugt, því að rithátturinn slupfa
(sbr. 2.6) er engin sönnun í þessu efni. Ég læt þetta vandamál liggja
milli hluta.
3. Um hljóðið [v] segir svo í Bl.: „Lyden forekommer kun kort“,
undir v. Þetta er ekki alls kostar rétt. Langt v, þ. e. [v:], kemur fyrir í
nokkmm gælunöfnum og á vafalaust rætur í barnamáli, sem að ýmsu
leyti er sér um hljóðafar, sbr. 2.5. Skulu nú rakin nokkur dæmi:
Divvi, af Siglaugur.
Hevva, af Hervör.
Hevvi, af Herjólfur.
Jovvi, af Jón Otti.
Sivva, af Sigrún.
Sivvi, af Sigfús.
Vivvi, af Viðar.
Sum þessara nafna þekki ég úr daglegu tali, önnur af afspum.
SKAMMSTAFANIR HEIMILDA
AfmKál: Afmœlisrit til Kr. Kálunds. Kbh. 1914.
Alþb.: Alþingisbœkur íslands. Sögufélag gaf út. I-X. Rvk. 1912-1953.
AmHer.: The American Heritage Dictionary of the English Language. William
Morris, Editor. New York 1969.