Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 95
HELGI GUÐMUNDSSON
Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn
frá 17. öld
i
í*egar Jón Helgason var að vinna að bók sinni um Jón Ólafsson úr
Grunnavík, rakst hann á tvö basknesk-íslenzk orðasöfn í plöggum hans
(Jón Helgason 1926:214). Orðasöfnin eru geymd í AM 987 4to, en
þeirra er ekki getið í hinni prentuðu skrá Ámasafns.
Annað þessara orðasafna er skrifað með hendi, sem er talin vera
frá síðari hluta 17. aldar eða frá aldamótunum 1700, en það er ekki
vitað hver skrifaði.
Hitt safnið er til í afriti Jóns Ólafssonar úr Gmnnavík, en handritið,
sem hann skrifaði eftir, er glatað. Hann segir svo frá: „Vocabula
Bischaica, som ere samlede af en paa Nordvesterkanten af Jsland kaldet
Vestfirdir, förte jeg in ordinem glossarium, og gaf H. Ass. Amas, efter
hans forlangende“ (JS 401 4to, Jón Ólafsson úr Gmnnavík, 53). Þetta
er að öllum líkindum það afrit, sem enn er til. Að afritinu er örstuttur
inngangur. Þar segir, að um leið og hann skrifaði upp orðasafnið, bar
hann það saman við fyrra safnið og sleppti úr afritinu þeim orðum, sem
vom eins í báðum.
Þriðja orðasafnið hefur verið til, og það fram á 19. öld. Sveinbjöm
Egilsson hafði það undir höndum, þegar hann skrifaði upp gamalt
kvæði: „Aptan við blöðin stóð 1685. Helga Jónsdóttir. Þessi blöð vom
8 að tölu. Þeim fylgdu 2 blöð eins stór með kátlegar glósur mér hreint
óskiljandi“ (JS 284 8vo). Síðan skrifar hann upp 11 orð sem dæmi um
þessar glósur. Blöð þessi virðast nú vera týnd. Nafnið á blöðunum get-
ur átt við Helgu Jónsdóttur (1638-1718), systur Magnúsar Jónssonar
í Vigur og sonardóttur Ara Magnússonar í Ögri.
Fyrsta safnið er stærst, 517 orð eða stuttar setningar og 46 töluorð
að auki, annað safnið er nú 229 orð eða stuttar setningar og 49 töluorð,
og þriðja safnið er nú þau 11 orð, sem Sveinbjöm Egilsson skrifaði hjá
sér áður en handritið týndist.