Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 96
76
Helgi Guðmundsson
Fyrri söfnin tvö skrifaði Jón Helgason upp, þýddi íslenzku orðin á
þýzku, og sendi nafntoguðum baskneskufræðingi, C. C. Uhlenbeck pró-
fessor í Leiden á Hollandi. Uhlenbeck hætti við háskólann 1926 og átti
ekkert við orðasöfnin, en lét þau í hendur nemanda síns, N. G. H. Deen,
sem bjó þau til útgáfu. Honum sendi Jón Helgason síðan leifarnar af
þriðja orðasafninu, sem hann fann í Landsbókasafni 1930. Deen hefur
vísast lært basknesku hjá Uhlenbeck, en hafði auk þess verið á Spáni,
og helztur ráðgjafi hans við að skýra basknesku orðin var ötull skipu-
leggjandi baskneskra fræða, Julio de Urquijo í San Sebastián. Aftur á
móti virðist Deen lítið hafa þekkt til íslenzku. Það sem hann hefur um
íslenzka hljóðfræði er, að vísu „curiositatis ergo“, úr Runólfi Jónssyni,
Grammaticæ islandicæ rudimenta, Oxford 1688, og eins og nærri má
geta hefur hann haft lítið gagn af þeirri bók. Útgáfa Deens, Glossaria
duo Vasco-Islandica, kom síðan út í Amsterdam 1937, 119 bls., hol-
lenzk doktorsritgerð skrifuð á latínu, en með þýðingum orða á spænsku.
(Um þetta sjá Deen 1937:1-3, 9, 106). Öll söfnin eru prentuð í bókinni,
og því hefði réttari titill verið Glossaria tria Vasco-Islandica.
Það er athyglisvert um þessi þrjú orðasöfn, að ekkert samband virðist
vera milli þeirra, þau eru saman sett hvert í sínu lagi, og hvert þeirra
er aðeins þekkt í einu handriti. Mörg íslenzk handrit hafa farið for-
görðum, og því getur vel verið, að fleiri basknesk-íslenzk orðasöfn hafi
verið til, annaðhvort fleiri handrit þessara orðasafna eða jafnvel önnur
sjálfstæð.
Baskneska er fyrsta lifandi, erlenda málið, sem íslendingar hafa svo
mikið við, svo vitað sé, að setja í orðasöfn eða á orðabækur. Það hefur
því greinilega þótt meira en lítið áhugavert að tala við Baska, og er nú
rétt að víkja að því.
II
í Biskajaflóa var forðum daga mikið um hval, og Baskar komust
snemma upp á lag með að veiða hann. Það er stundum talið, að þeir hafi
fyrstir beitt þeirri veiðiaðferð að skutla hval úr bát og láta síðan hval-
inn draga bátinn þar til yfir lauk. Jón Ólafsson Indíafari lýsir Böskum
við slíkar veiðar við Svalbarða 1618 (Æfisaga 1908-1909: 125, 132-
135). Á 16. öld var orðið lítið um hval í Biskajaflóa, og þá héldu hval-
veiðimennimir norður á bóginn, fyrst til Nýfundnalands, en síðan til