Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 98
78
Helgi Guðmundsson
kringum allt ísland á 18 skipum, gerðu glettingar sumstaðar“ (Spán-
verjavígin 1615 1950:xxiii).
(b) Jón Guðmundsson lærði, sem var í vinfengi við Baska, segir í
Fjölmóði, að 1614 hafi verið 9 spænsk skip og eitt franskt hér við land,
flest í Steingrímsfirði og á Kersvogi í Reykjarfirði (Spánverjavígin 1615
1950:xxiv).
(c) 30. apríl 1615 var gefið út konungsbréf gegn Spánverjum, sem
áreiti íslendinga, og íslendingum er leyft að ráðast gegn þeim (Spán-
verjavígin 1615 1950:xxv).
(d) Samkvæmt Jóni Guðmundssyni lærða voru 16 frönsk og spænsk
skip við Homstrandir 1615, en flest þeirra héldu þaðan austur til
Rússlands, það er norður fyrir Noreg. En þrjú skip lágu á Steingríms-
firði um sumarið, og Jón nefnir nöfn skipstjóranna, Martein eða Martin
de Villafranca, á skipi frá San Sebastián, Pedro de Aguirre og Stephan
de Tellaria. Skipin fómst þar í ofsaveðri 21. sept. Áhafnimar héldu á
8 bátum vestur í Jökulfirði, en dreifðust síðan. Sumir af mönnum
Marteins de Villafranca vora vegnir í Dýrafirði 5. okt., en hann sjálfur
og aðrir menn hans í Æðey og á Sandeyri 14. okt., og stóð Ari Magnús-
son í Ögri mest fyrir því. Pedro de Aguirre, Stephan de Tellaria og menn
þeirra komu víða við, en vora lengst af á Vatneyri við Patreksfjörð til
vors 1616. Þá rændu þeir ensku skipi og héldu á því utan (Spánverja-
vígin 1615 1950:xxv-xxxvi). Helzt rit um þetta era Sönn frásaga af
spanskra manna skipbrotum og slagi eftir Jón Guðmundsson lærða
(Spánverjavígin 1615 1950:3-28) og Víkinga rímur (Spánverjavígin
1615 1950:31-76).
(e) í Alþingisbókum íslands (IV 1920-1924:309-323) era prentuð
ýmis skjöl um Baska frá áranum 1615-1616. Þar á meðal er bréf á
dönsku um tvö hvalveiðiskip frá San Sebastián, sem Danir tóku við
Noreg (sbr. Spánverjavígin 1615 1950:xxi-xxii). Af þessu bréfi er afrit
í Þjóðskjalasafni, en þar með era afrit fleiri bréfa um þetta mál, m. a.
þrjú á spænsku og skrár um útbúnað hvalveiðiskipanna, og danska
bréfið er þýðing eða útdráttur úr einu þeirra. í þeim kemur m. a. þetta
fram:
Útgerðarmenn skipanna, Miguel de Eraso og San Juan del Puy í
San Sebastián í Guipúzcoa skrifa í sínu nafni og félaga sinna, Juan
de Gayangos skipstjóra, Manuel de Zornoza, Juan de Zuaznabar og
Pedro de Ureta. Sumarið 1615 vora hvalveiðiskipin tvö, Nuestra Senora