Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 99
79
Vm þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld
del Rosario og San Pedro, skipstjórar Manuel d’Escalante og Santiago
de Capiayn, tekin af tveimur dönskum skipum við Norður-Noreg. Það
er hugsanlegt, að þau hafi verið meðal þeirra skipa, sem Jón Guð-
mundsson lærði segir, að hafi verið við Homstrandir fyrr þetta ár. Þeim
var gefið að sök að hafa m. a. brennt hús, rænt hús, rænt vettlingum,
klæði, smjöri og plönkum, og að hafa ráðizt á fólk á íslandi árin
1613 og 1614. Þeir segja, að 1613 hafi verið við ísland mörg hvalveiði-
skip, þar á meðal skip Juanes de Araneder og Nuestra Senora del
Rosario, því Englendingar hafi hrakið þau það ár frá Grænlandi, þ. e.
Svalbarða. Ariasman, sem er augljóslega það nafn, sem Ari Magnús-
son sýslumaður í Ögri gekk undir meðal Baska, hafi leyft þeim veið-
amar og að taka við, sem á ströndinni var og sjórinn kastaði á land.
Allt hafi farið fram með vinsemd, og hann hafi gefið þeim leyfi til að
koma aftur að ári. Árið eftir, 1614, vora þessi skip við ísland og önnur
8 frá San Sebastián og tvö frönsk „que todos hablan vizcaíno“. Þetta
kemur allvel heim við það, sem Jón Guðmundsson lærði segir um 9
spænsk skip og eitt franskt. Á þeirri höfn, sem þeir komu á, vora ásamt
þessum tveimur skipum önnur 5, og þeir fengu leyfi Ariasman til veiða
og viðartöku og gáfu honum meir en 600 reala fyrir, auk annars sem
hann tók við. Þeir hafi verið á tveimur höfnum, og á annarri vora
aðeins þrjú hús. Þeir hafi gert vel við íslendinga og gefið þeim brauð,
eplavín, feiti, hvalkjöt, línklæði og fleira. Aftur á móti hafi verið sjó-
ræningjaskip við landið á þessum tíma, eitt slíkt hafi ráðizt á skip frá
San Sebastián, og það geti verið, að þau hafi valdið því tjóni, sem
um er rætt. Það kemur einnig fram í þessum bréfum, að Ari Magnús-
son hafi ekki haft heimild til að veita slík leyfi. (Afrit skjala úr Ríkis-
skjalasafni Dana í Þjóðskjalasafni, sbr. einnig Dedenroth-Schou 1973:
152).
(3) í viðbæti við ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara, sem sagður
er skrifaður eftir fyrirsögn Ólafs Jónssonar, sonar hans, og þá senni-
lega eftir lát Jóns 1679, segir frá því, að tvö ensk herskip tóku franskt
hvalveiðiskip við Látrabjarg 1627. Skipstjóri franska skipsins er
nefndur Dominigo, en bróðir hans Jóhannes Suan. Það sem vitað er
um hvalveiðar á þessum tíma, svo og nöfnin, sem era trúlega spænsk,
Öomingo og Juan, getur bent til þess, að þetta hafi verið Baskar. Það
var farið með franska skipið til Amardals, en þaðan fór Jóhannes
Suan í Ögur til fundar við Ara Magnússon. Síðan varð það úr, að