Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 100
80
Helgi Guðmundsson
Jón Ólafsson Indíafari fór sem leiðsögumaður með Jóhannesi Suan
og tveimur skipverjum öðrum suður að Bessastöðum, þar sem greiða
átti úr málum þeirra. Þá komu Tyrkir á Seiluna, og þeir fjórir félagar
voru settir í skansinn til að sjá um fallbyssurnar. (Æfisaga 1908-
1909:391-396). Þannig munu skotliðar höfuðsmanns í júlí 1627 hafa
verið Jón Ólafsson Indíafari og þrír Baskar.
(4) Meðal íslenzkra skjala í Ámasafni, Dipl. Isl. LXX, 29, er miði,
sem á stendur: „A° 1647. Da Hendrik Willomsen siden Rosenvinge
var i Spanien bleve fra de Biskayer igienlöst. Hudurra, Islands qvinde.
Turra, Islands qvinde. Sessillia, Islands qvinde, Tomas Andersen
Islander, Harije, Islander, tagen med en Hollænder“ (Deen 1937:3,
Spánverjavígin 1615 1950:xxxix). Það er ekki meira vitað um þetta
fólk, né með hvaða hætti það komst í hendur Baska. í bók Deens em
þær ágizkanir, vafalaust frá Jóni Helgasyni komnar, að nöfnin séu
Halldóra, Þóra, Sesselja, Tómas Andrésson eða Árnason og Þorgeir.
Nöfnin Hudurra, Turra og Harije falla vel að basknesku hljóðkerfi
og geta verið afbökuð af Böskum, og þá frekar frönskum en spænskum,
ef bera á h fram.
(5) í ýmsum heimildum, þ. á m. annálum, er talað um Frakka og
Spánverja, einkum á 17. öld. Það er ekki hægt að rekja hér, né að
bera saman annálana, en aðeins skulu tekin dæmi.
í Eyrarannál segir við 1673: „Fyrir norðan Langanes komu á tveim-
ur bátum spanskir og franskir skipbrotshvalamenn, 30 að tölu; höfðu
beðið skipbrot í hafís við Grænland; sigldu sumir í Seilu suður, sumir
fyrir Jökli, og sumir annarstaðar í höfnum“ (Annálar III 1933-1938:
300).
í Fitjaannál segir við 1685: „Á því sumri fórast mörg hvalfangara-
skip frönsk og hollenzk af hafísum í millum Grænlands og íslands,
svo fjöldi Franskra og annara framandi var hér um veturinn fyrir
norðan og vestan, sem skilið höfðu við skipin brotin eður lest í haf-
ísnum, en settu róðrarbáta sína á ísnum, og rem þeim stundum, þar
vakarnar vom“ (Annálar II 1927-1932:268-269).
í Gandreið talar Jón Daðason um spænska (og þýzka) kompása,
en hann var einmitt prestur í Ögri hjá Ara Magnússyni 1632-1635
(Þorvaldur Thoroddsen II 1898:97).
(6) 24. ágúst 1712 skrifaði Oddur Sigurðsson, varalögmaður norð-
an og vestan, stiftamtmanni og segir frá atburðum, sem gerðust þá