Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 102
82
Helgi Guðmundsson
Það sem hér hefur verið rakið, gefur nokkra hugmynd um, hvemig
samskiptum Baska og íslendinga hefur verið háttað. Einokunarverzl-
un Dana var hér 1602-1787, og það er Ijóst, að frá þeim tíma er fátt
eitt skjalfest um samskipti íslendinga við aðrar þjóðir en Dani.
Nokkrar minningar um Baska hafa verið til fram á þennan dag.
Þannig er talið, að Stertalending og Stertagil í landi Fjallaskaga í Dýra-
firði séu kennd við þá. Við norðanverðan Steingrímsfjörð á Ströndum
er Spanskavík. Við Ögur, í Ögurhólmum, er Bullufrankagjá, og hón
er talin kennd við Martein de Villafranca, sem áður var um rætt (Jó-
hann Hjaltason 1963:219). í orðabók Bjöms Halldórssonar í Sauð-
lauksdal, sem var lokið fyrir 1786, er Gaskónalœti ‘Gvasconum pro-
cacitas et violentia, qvæ hic in proverbium abiit, alias Biskajer’ (Bjöm
Halldórsson I 1814:270-271). Einnig hefur verið sagt fram á þennan
dag: „Nú hagar þú þér eins og Gaskóni,“ og „þú ert bara eins og Gask-
óni,“ um fyrirgang, læti og slæma hegðun. Það má láta sér detta í hug,
að kóni, notað niðrandi um mann, sé stytting á Gaskóni. Því má bæta
við, að Jón Samsonarson (1964:clxxxi-clxxxiii, með tilvísun í Dag
Strömback) hefur rakið náin líkindi íslenzks hestleiks, eins og honum
er lýst á 18. öld, og basknesks hestleiks. Það er ekki vitað, hvemig á
þessum líkindum stendur, en ein skýring er sú, að hér hafi íslendingar
lært af Böskum.
III
Þá er að líta á sjálf orðasöfnin. Baskneskar mállýskur era margar
og töluvert ólíkar, og Deen (1937:1-2) benti á, að flest orðin kæmu
heim við basknesku, eins og hún er töluð í Frakklandi. Michelena
(1961:172) víkur lítillega að orðasöfnunum og segir þau vera á baskn-
esku, sem er töluð á ströndinni í Labourd, en þar era bæirnir Saint-
Jean-de-Luz og Ciboure, þaðan sem mikil útgerð var á þessum tíma.
Þetta á við um fyrri söfnin tvö, en hið þriðja er of lítið, til þess að
hægt sé að gera sér glögga hugmynd um það.
Hér að framan má sjá, að samskipti íslendinga og Baska hafa verið
með ýmsum hætti. Eitt tilefni þess, að söfnin voru saman sett, hefur
án efa verið verzlun. í bréfum útgerðarmannanna í San Sebastián
kemur fram, að Baskar hafi gefið íslendingum gjafir, og sumar era
taldar upp, og Spánverjar, sem Oddur Sigurðsson skrifar um, verzluðu