Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 103
83
Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöjn jrá 17. öld
með vörutegundir, sem hann nefnir dæmi um. í orðasöfnunum eru
nöfn á ýmsu af þessu, og hér verða rakin nokkur þeirra, sem eru þá um
leið dæmi um, hvemig söfnin era. Orðin em tekin eftir útgáfu Deens,
en hann merkir orðasöfnin I, II og III, og tölusett eins og hann gerir.
Deen hefur gert nokkra grein fyrir langflestum basknesku orðunum,
en þó ekki öllum, sem bera má kennsl á, og sumt er miður rétt, og
hér er einnig stuðzt við Lhande (1926). Sum orðin em reyndar róm-
önsk, spænsk eða frönsk. Þess ber að gæta, að í orðasöfnunum eru
flest basknesku orðin með ákveðnum greini, sem er viðskeyttur, -a.
I 21 Ogia Braud; ogi ‘brauð’. I 22 Sagarnua Messuvyn, II 41 Sag-
arduna syrdryckur; sagarno, sagardo ‘eplavín’. I 30 Balia Hvaljishur,
II 127 Balia Hvalur; bale ‘hvalur’. I 39 ojela klæde; oihal ‘klæði,
dúkur, lín’. I 46 Atorra skirta, II 107 attora skyrta; athorra ‘skyrta’. I
58 Cotiluna Hempa; kotilun ‘pils’. I 47 Galsa Buxur, II 110 galza
buxur; galza, galtza ‘buxur’. I 40 Sanua Hua, II 104 Sanua hwfa;
zano, xano ‘húfa’. I 23 Arnua jrans Vyn; arno ‘vín’. I 24 Najarra spans
Výn, II 42 navarra rauda výn; nabarra ‘vín frá Navarra’. I 20 Agori-
enta Brennevýn, II 40 Agorienta brennevýn; agorrient ‘brennivín’.
I 228 Qvadranta Kompass; franska quadrant ‘tæki til að mæla sólar-
hæð’. I 230 Oratsa soolshýja; orratz ‘nál, vísir’. Svona mætti lengi
telja. Aftast í safni II er vísa, þar sem era basknesk orð og þýðingar
þeirra, sennilega ort til að festa þetta betur í minni: II 228 b Teska
skal, enn Tafla fiól, tinta blek, og lýma þiól, Sanua hiiva, Sangua jötur,
sarra bastua, gamall liötur.
í orðasöfnunum em mest einstök orð, en setningar era fáar og
stuttar, og aðeins örfáar sagnmyndir koma fyrir. Dæmi um slíkt er:
I 338 Serdahari Siadu þad; zer da hori ‘hvað er þetta’. Og í beinu
framhaldi: I 339 Estakit Eg veit echi; ez dakit ‘ég veit það ekki’, I 482
Hardsatu halltu a; har itzatzu ‘taktu þá’. I 496 Giarsœte sittu nidur;
jar zaite ‘seztu’. I 490 Indasupisavat gef mier nochud; indazu pizka
bat ‘gefðu mér svolítið’. I 501 Svascamporat jardu jra mier; zoaz
kanporat ‘farðu út’. II 215 Ungetorre Sappelle gorre sœll raude hatt-
ur; ongi etorri, xapel gorri ‘velkominn, rauði hattur’. Hér má nefna, að
Baskar fóm ekki að nota baskahúfur fyrr en undir lok 17. aldar, en
áður tíðkuðust barðabreiðir hattar (Alliéres 1979:107); I 153 Boneta
lagdhua; bonet ‘húfa, baskahúfa’ eða ‘lagðhúfa’ eins og hér er þýtt,
bendir e. t. v. til að safn I sé frá síðari hluta 17. aldar.