Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 104
84
Helgi Guðmundsson
Aftast í safni II eru einar 12 setningar, sem vert er að líta nokkuð
á. Þær eru greinilega á blendingsmáli eða verzlunarmáli, lingua franca:
II 196 bocata for mi attora þvodu fyrer mig skyrtu. II 216 pre-
senta for mi locaria giefdu mier socka bónd. II 217 ser ju presenta
for mi hvad gefur þu mier. II 218 for mi presenta for ju biskusa eta
sagarduna Eg skal gefa þier braudkóku og Syrdryck. II 220 sumbatt
galsardia for fyrer hvad marga socka. II 222 seý galsardia esta výra
6 pör socka, ecke meira. II 223 Cavinit trucka for mi eckert kaupe
eg. II 224 Christ Maria presenta for mi Balia, for mi presenta for ju
bustana gefe Christur og Maria mier hval, skal jeg gefa þier spordenn.
II 225 presenta for mi gefdu mier. II 226 for ju mala gissuna þu ert
vondur madur. II 227 presenta for mi berrua usnia eta berria bura
gefdu mier heita miölk og nyt smiör. II 228 a ser travala for ju hvad
giórer þu.
Lykilorðin hér eru for mi, for ju, sem eru ensk, for me, for you
‘handa mér’, ‘handa þér’, en ju og for koma einnig fyrir stök. En for
mi, for ju, merkja stundum ‘ég’, ‘þú’. Auk þessa gegnir rómanska orð-
ið presenta ‘gefa’ miklu hlutverki. Um skýringar flestra orðanna má
vitna í Deen. Flest eru basknesk, þannig zer ‘hvað’, eta ‘og’, zonbat
‘hversu mikið’, sei ‘sex’, ez da ‘er ekki’, bira (?) ‘tveir í hlut’. Orða-
röð er stundum basknesk, þannig II 220, en lýsingarorð standa á und-
an nafnorði, og rétt baskneska væri II 226 gizon mala, þar sem mala
er að vísu rómanskt, II 227 esne beroa, burra berria.
Það er hugsanlegt, að þetta blendingsmál hafi orðið til hér á landi
við samskipti Baska og íslendinga. En það er þó sennilegra, að Bask-
ar hafi haft það með sér hingað, því þeir fóru víða um Norðurhöf og
hittu fyrir margar þjóðir. Það er til heimild frá 1610 um, að íbúar
Kanada hafi ekki notað utan basknesku í samskiptum við Frakka
(Gallop 1930:272), og kannske er það mál einmitt skráð hér.
Það er ekki ljóst, hvernig orðasöfnin hafa verið gerð, en tvennt
kemur til greina. Annað er, að stuðzt hafi verið við þriðja málið, og
þá helzt latínu, hugsanlega einnig þýzku eða ensku, en Jón Guðmunds-
son lærði segir t. d., að Marteinn de Villafranca og séra Jón Gríms-
son í Árnesi liafi talazt við á latínu (Spánverjavígin 1615 1950:xxxviii).
Hitt er, að notazt hafi verið við bendingar. Slíkt má greina, t. d.: I
370 Helduda shipsnösf, heldu da merkir ‘hann kemur’ eða ‘hún kem-
ur’, og það má hugsa sér, að íslendingur hafi bent á naust, en Baski