Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 105
85
Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld
misskilið við hvað hann átti. II 10 Saildia varda\ zaldi merkir ‘hestur’,
og þar getur verið um svipaðan misskilning að ræða, og að hestur
hafi staðið nálægt vörðunni. En það hefur áreiðanlega ekki verið hægt
að semja þessi orðasöfn með því að nota eingöngu bendingar, og vafa-
laust hefur báðum aðferðum verið beitt.
IV
í*að kom fram hér áður, að höfundar þessara orðasafna eru óþekkt-
ir. Jónas Kristjánsson (Spánverjavígin 1615 1950:xxxviii) hefur bent
á> að Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) sé hugsanlegur höfundur
að basknesku orðasafni, því hann var í vinfengi við Baska, en ekkert
bendi þó til hans sérstaklega. Það er einnig hugsanlegt, að slíkt orða-
safn hafi verið samið af einhverjum presti, sem hýsti baskneska strand-
menn vetrarlangt (Halldór Laxness 1955:147). Það gæti t. d. verið
Jón Arason (1606-1673) prestur í Vatnsfirði og prófastur í norður-
hluta ísafjarðarsýslu, sonur Ara Magnússonar í Ögri (1571-1652) og
faðir Helgu Jónsdóttur, sem nefnd var hér að framan.
En það má einnig láta sér detta í hug, að Jón Ólafsson Indíafari
(1593—1679) hafi samið baskneskt orðasafn. Hér að framan var rakið,
að hann hafði veður af Böskum 1604, var lengi með þeim við hval-
veiðar 1618 og aftur á íslandi 1627, og hann bjó alla tíð á Vestfjörð-
um. Hann hefur oftar veitt Böskum athygli og lýsir laglega hátíða-
höldum um borð í þremur baskneskum skipum, sem lágu við eyna
Wight á Ermarsundi á allraheilagramessu, 1. nóv. 1622 (Æfisaga 1908-
1909:212). Jón virðist hafa verið töluverður málamaður. Hann segist
hafa lært ensku á sjö vikum, þannig að hann var álitinn vera Eng-
lendingur, og hann slettir ensku (Æfisaga 1908-1909:18-20). Hann
kvartar undan að hafa gleymt portúgölsku (Æfisaga 1908-1909:292).
Hann veitir athygli líkindum færeysku og íslenzku (Æfisaga 1908-
1909:121). Hann slettir rússnesku, þýzku og hottentottísku (Æfisaga
1908-1909:111, 118, 240-241). En einkum og sér í lagi hefur hann
samið orðasafn af tamíl á íslenzku. Hann lærði eitthvað í tamíl, sem
er dravídamál, þegar hann dvaldist í dönsku nýlendunni Tranquebar
á suðvestur Indlandi árin 1623-1624. Safnið er 27 orð og stuttar setn-
ingar, en auk þess eru nokkur orð í viðbót í textanum (Æfisaga 1908-
1909:291, sbr. 267, 273, 294, 296). Flest þessara orða eru auðþekkjan-
leg sem tamíl, en nokkur eru portúgölsk (sjá einkum The Life of the