Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 109
Eignarfallsflóíti 89
(4) Úr aðsendri grein í dagblaði (prófarkir væntanlega ekki lesnar af
höfundi):
Hins vegar er dánartíðni vegna krabbameins í lungum, brisi og
þvagblöðru, hjarta- og œðasjúkdómum eða hæggengum lungna-
sjúkdómum ekki verulega aukin.
(5) Úr bókarkynningu í útvarpi: Bók var sögð fjalla ekki aðeins um
eldri sögu,
heldur er þar getið yngri þátta, svo sem viðreisnarstjórn, . . .
(6) Úr útvarpi; reyndur þáttakynnir talar:
Ljóðið . . . er tileinkað móður hans auk öllum hinum svarta kyn-
stofni Bandaríkjanna.
(7) Úr undirbúinni framsögu á fundi:
. . . tvœr og hálf milljón króna halli . . .
í öllum þessum dæmum ættu hinir auðkenndu setningarhlutar að
standa í eignarfalli, en eru þess í stað í öðrum föllum, oftast þágufalli
(ótvírætt í dæmum 2, 4 og 6; í dæmi 7 m. a. s. í nefnifalli).
Nú vakna ýmsar spumingar. Er t. a. m. víst að í þessum dæmum sé
notað rangt fall í stað eignarfalls og ekki bara röng eignarfallsmynd
viðkomandi orða?
Úr þessu ætti að vera auðskorið. Rangt fall ætti að koma jafnt fram
á öllum orðum og vera aðeins háð stöðu þeirra í setningu. En röng
eignarfallsmynd ætti að vera bundin vissum orSum (eSa beygingarflokk-
um), helst þannig að sumir notuðu aldrei, eða aðeins að athuguðu máli,
hina réttu eignarfallsmynd (svo sem er t. d. um þf. et. hönd og ef. ft.
kvenna).
En í vemnni er málið ekki svona einfalt. Það mun rétt vera, eins
og Gísli Jónsson benti á í fyrmefndum útvarpsþætti, að villa þessi komi
tíðast fram í vissum flokkum kvenkynsorða (sbr. dæmi 1 og 3, röskun
og fjölgun), og bendir það út af fyrir sig til þess að ruglað sé fallmynd-
um fremur en föllunum sjálfum. En dæmi má einnig finna um eignar-
fallsflótta alls konar orða af öllum kynjum (dæmi 2 og 4-7); og ég held
ekki að nokkur maður noti að staðaldri rangar eignarfallsmyndir þess-
ara orða (t. d. ekki í samböndum eins og frá kyrrstöðu til þróun eða