Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 110
90
Helgi Skúli Kjartansson
orsakir fólksfjölgun á íslandi á 19. öld). Á hinn bóginn veit ég engan
mann vísan til að nota ævinlega annað fall í eignarfalls stað í öllum
sambærilegum samböndum (eins og gerist í þágufallssýkinni frægu).
Því held ég að eignarfallsflóttinn sé í rauninni afbrigðilegt val falla, en
þó ekki reglubundið í máli neins manns.
Þá vaknar önnur efasemd: hvort ekki sé einfaldlega um mismæli og
pennaglöp að ræða, fremur en sérstaka málvillu. Nú er alkunna að
í venjulegri málnotkun er fæstum gefið að fylgja undantekningarlaust
þeim reglrnn málsins sem þeir þó beita að jafnaði. Þannig mætti með
því að kanna nógu mikið af texta, sérstaklega talmáli, finna alls konar
dæmi um frávik frá venjulegri fallstjóm sem væm í eðli sínu handa-
hófsfyrirbæri og vitnuðu ekki um neina sérstaka tilhneigingu til að
breyta reglum málsins.
Hér hygg ég réttast að hugsa sér samfelldan stigsmun frá fullkomlega
reglubundnum málvillum (þ. e. að í máli sumra gilda hreinlega aðrar
reglur en hinar viðurkenndu, sbr. þágufallssýki eða val fallmynda eins
og Haraldar) yfir í fullkomlega tilviljunarkennd mismæli. Þar á milli
em mis-eindregnar tilhneigingar til afbrigðilegar málnotkunar. Ef þær
em tiltölulega skýrt bundnar við viss orð eða visst samhengi í setning-
um og ef þær era áberandi í máli sumra en koma lítt eða ekki fyrir hjá
öðrum, þá standa þær nærri hinum reglubundnu málvillum; ef dreifing
þeirra er óreglulegri, standa þær nær mismælunum.2
Eignarfallsflóttinn hygg ég komi fyrir býsna óreglulega; þó sé hann
svo tíður, saman borið við marga aðra óreglu í fallnotkun, m. a. s. í
allvönduðu ritmáli, að hann sé meira en einber mismæli og pennaglöp;
í honum birtist tilhneiging til að víkja á ákveðinn hátt frá venjulegum
reglum um fallstjóm í íslensku.
2 Ég nota hér blygðunarlaust hið gildishlaðna hugtak málvillu, tala um rangt
mál, rangt val falla o. s. frv. En auðvitað neita ég ekki vandkvæðunum sem á því
eru að úrskurða um rétt og rangt í máli; þar geta á endanum orðið að gilda geð-
þóttadómar þeirra sem tekst að fá sig viðurkennda sem smekkmenn í málsam-
félaginu á hverjum tíma. Helst er gerræðissvipur á fordæmingu hinna reglubundnu
málvillna; þær eru sjaldnast að neinu ótvíræðu leyti betri né verri en aðrar mál-
breytingar sem viðurkenningu hafa hlotið, en brjóta að vísu gegn því markmiði
að málið breytist sem hægast. Auðveldara er að fordæma óreglulegu málvillurnar
því að fyrir þær verður málnotkun manna sjálfri sér ósamkvæm og beiting þeirra
á reglum málsins flóknari en vera þyrfti.