Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 112
92 Helgi Skúli Kjartansson
ingum. Raunar ætla ég frekar að hann megi skilja út frá stílfræði en
beygingafræði.
Alkunna er að setningar geta verið samkvæmar öllum augljósum regl-
um málmyndunar, en séu þó bersýnilega óheppilegar af stílástæðum,
jafnvel alls ónothæfar eða aðeins frambærilegar við vissar aðstæður.
Leiðum nú hugann að þeim stíleinkennum sem tákna má með orðum
eins og „hátíðleg“, „formleg“, „upphafin", „þung“. Þeirra vegna geta
málréttar setningar orðið lítt frambærilegar eða a. m. k. svo „bókmáls-
legar“ að þær beri að forðast í hversdagsræðu og yfirlætislausu riti.5 Hér
koma til greina atriði eins og orðaval (fomleg orð, sjaldgæf, sérfræði-
leg), settleg setningaskipan, flókin samsetning aukasetninga o. m. fl.
Orð í eignarfalli em einmitt meðal þeirra auSkenna sem geta gefiS
texta þungan blæ eða formlegan, til prýði eða lýta eftir atvikum. Þetta
á alveg sérstaklega við um eignarföll ft. sumra kvenkynsorða veikrar
beygingar (karfa o. s. frv.) sem flestir forðast gersamlega að nota, a. m.
k. við þær aðstæður sem krefjast létts máls eða alþýðlegs; en þó em
líklega flest orð eða öll hóti „þyngri“ í eignarfalli en öðmm föllum. Því
mun það hverjum kunnugt sem gaumgæfir málnotkun sína, að oft má
létta stíl með því að setja forsetningarstýrt þolfall eða þágufall í stað
nafnorSsstýrSs eignarfalls (eSa í staðinn fyrir nafnorðsstýrt eignarfall',
ég vænti að lesendur finni blæmuninn).6 Ef skipt er um sögn eða for-
5 Það er ekki aðeins aðstæðum háð, heldur líka misjafnt eftir mönnum hvaða
stílblæ þeim hæfir að gefa ræðu sinni, nánast vegna þess að fólk skilgreinir pers-
ónu sína með málnotkuninni. Þannig getur roskið fólk að ósekju notað nokkuð
þungt mál í venjulegum samræðum, en fyrir ungling er jafn-óviðeigandi að tala
þungt mál eins og að temja sér virðulegt fas eða öldurmannlegan klæðaburð; með
því væri hann að gefa sig út fyrir eitthvað annað en jafnaldra sína. Á hliðstæðan
hátt mun mönnum í alþýðustétt oft þykja meiri ástæða til að forðast þungt mál
en t.a.m. langskólagengnu fólki. Misjöfn málleikni getur í þessu viðfangi verið
afleiðing frekar en orsök, því að auðvitað hamlar það málþroska fólks ef það þarf
af félagslegum ástæðum að tjá sig á mjög fábrotnu máli.
6 Dæmi: Þetta eru skór Guðmundar / skór af Guðmundi; á fyrstu síðu bókar-
innar / fyrstu síðu í bókinni; blöð trjánna / blöðin á trjánum. Það flækir málið að
forsetningarliðnum þarf stundum að fylgja greinir. Það er t. a. m. miklu alþýð-
legra eða léttara mál að segja „neglurnar á Bergþóru" en „neglur Bergþóru", en
þar er ekki auðvelt að aðgreina áhrif forsetningarliðsins og greinisins. Enn má
bæta við fornafni: „neglurnar á henni Bergþóru"; slíkt væri of létt orðalag fyrir
roskinn langskólamann að nota um jafn-virðulegt umræðuefni og Njálu, nema
hann veldi það sem stílbragð til að sýna að þá stundina væri hann að tala í hálf-