Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 113
Eignarfallsflótti 93
setningu þannig að eignarfall breytist í þolfall eða þágufall, virðist mér
það einnig stefna — að öðru jöfnu — að léttari stíl, t. d. ef ég hefði
sagt áðan „aðstæður sem kalla á létt mál“ frekar en „krefjast létts
máls“. Líklega er eignarfallsnotkun einkum þung og formleg ef eignar-
fallsliðir eru margyrtir eSa eignarfallsmyndimar enda á mjög rembi-
hnútslegum samhljóSaklösum, en sjálfsagt kemur þar miklu fleira til
greina sem ég hef ekki athugaS.
Eignarfall setur svip á stíl sumra höfunda. Kunn er glósan um Einar
Benediktsson: „höfuðskáldið eignarfallsins“. En í nútímamáli óbundnu
mun mikil eignarfallsnotkun jafnaðarlega fara saman við svonefndan
nafnorðastíl (þar sem langflest merkingarþyngstu orð textans era nafn-
orð, jafnvel beitt umritun til að koma að nafnorðum í stað samstofna
sagna eða lýsingarorða, og oft notaðir langir nafnorSsliSir án þess aS
breyta orðaröð eða einfalda setningaskipun þeirra vegna), og getur þá
verið vandsagt að hvaða leyti blær slíks texta ákvarðast af eignarfall-
inu út af fyrir sig.7
í nýlegri kennslubók fyrir framhaldsskóla segir:
Veralegur hluti aukinna áhrifa fjölmiðla, hagsmunasamtaka og
stjórnmálaflokka á síðari tímum felst í hliðvarðarstöðu þessara
aðila og þeirra einstaklinga sem á vegum þeirra starfa.
Þetta er málrétt setning, en óneitanlega bæði formleg og stirð, ekki
síst vegna þess að naínorð (hluti) stýrir þar tvíyrtum eignarfallslið
(aukinna áhrifa) sem aftur stýrir eignarfalli þriggja langra orða; seinni
hluti setningarinnar er líka fullur af eignarfalli.
Annað dæmi tek ég úr tímaritsgrein eftir hagfræðing sem að sumu
leyti er sérkennilega vel ritfær8 en segir samt:
kæringi. Höldum nú fornafni og greini, en setjum aftur eignarfall í forsetningar
stað: „neglurnar hennar Bergþóru"; þá bregður svo við að fram kemur gælu- eða
barnamál, síst þyngra en hið fyrra.
7 í greininni „Einum kennt — öðrum bent“ (endurpr. í samnefndri bók, Rvk.
1971, sjá bls. 205-212; Höskuldur Þráinsson benti mér á þennan stað) ræðir Þór-
bergur Þórðarson um ofnotkun eignarfalls sem eitt einkenni „uppskafningar" í
stfl tiltekinnar bókar. En dæmin sem hann tekur eru yfirleitt laus við nafnorðastíl
stofnanaíslenskunnar.
8 Nei, engin nöfn, en hvernig hefði verið að segja: „bútur tímaritsgreinar að
sumu leyti sérkennilega vel ritfærs hagfræðings“?
Orðið né í tilvitnuninni hafði fallið niður í prentun, sjálfsagt af því að hvorki
setjari né prófarkalesari grynntu í setningunni.