Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 117
Hvað merkir orðið bolli?
97
þyrftu aS hafa til þess aS geta kallast bollar og bera svo saman svörin.
Ymsu gætu orSabókarhöfundar svo bætt viS frá eigin brjósti — þ. e.
meS því aS reyna aS gera sér grein fyrir hvemig þeim finnst aS ílát
þurfi aS vera til þess aS geta kallast bollar.1 En þaS er líka hægt aS sýna
mönnum ílát — eSa myndir af ílátum — af ýmsum tegundum, spyrja
hvaS þeir myndu kalla þau og athuga svo hvers konar ílát þaS em sem
menn virSast kalla bolla.
Mér datt í hug aS þaS kynni aS vera fróSlegt aS gera tilraun af þessu
tagi. Hugmyndina fékk ég reyndar úr grein eftir bandaríska málvísinda-
manninn William Labov (1973). í þeirri grein skýrir hann frá athug-
unum sem hann og samstarfsmenn hans höfSu gert til aS kanna af-
mörkun merkingar orSa eins og „cup, bowl, dish, mug, glass, pitcher“
(Labov 1973:341) í ensku t. d. Hér á eftir verSur gerS grein fyrir helstu
niSurstöSum úr hliSstæSri könnun2 sem ég hef gert í tilraunaskyni á
íslenskumælandi fólki.3 Af ásettu ráSi var könnuninni hagaS sem líkast
könnun Labovs og félaga því að á þann hátt fást sambærilegri niður-
stöSur. Þær gætu þá m. a. gefiS vísbendingu um þaS hvort bolli í ís-
lensku merkir alveg þaS sama og cup í ensku. Þó verSur aS hafa í huga
aS þaS sem hér fer á eftir ber einungis aS líta á sem bráSabirgSaniSur-
1 Reyndar má beita ýmsum prófum til að reyna að gera sér betri grein fyrir
eigin máltilfinningu í þessum efnum. Ameríski málfræðingurinn Uriel Weinreich
benti t. d. á aðferð til að kanna hvort tiltekið einkenni eða merkingarþáttur er
ómissandi eða skiptir meginmáli í skilgreiningu merkingar. Ef sagt er Þetta er A
en X, þar sem A er t. d. nafn á hlut og X tilgreinir svo mikilvægt einkenni slíks
hlutar, kemur út óeðlileg setning því að samtengingin en felur í sér að það sem á
eftir fer á að vera eitthvað andstætt því sem á undan fer, óvænt eða óeðlilegt. Þess
vegna er setningin Þetta er bolli en það er hald á þessu óeðlileg eða réttara sagt:
að þessi setning skuli vera óeðlileg sýnir að sá eiginleiki að hafa hald er mikil-
vægur þáttur í því að „vera bolli“. Aftur á móti er setningin Þetla er bolli en það
er ekkert hald á þessu alveg eðlileg því að þar er ósamræmi milli þess sem fer á
undan og eftir tengingunni en. (Sjá Weinreich 1964, 1966 (nmgr. 4), 1967).
2 Ýmsir hafa aðstoðað mig við þá athugun sem hér er greint frá. Þar vil ég
fyrst nefna bróður minn Steinþór sem leyfði mér að spyrja nemendur sína í
Menntaskólanum í Kópavogi. Konan mín Sigríður Magnúsdóttir spurði nokkra
þátttakendur fyrir mig og nemendur mínir Eiríkur Rögnvaldsson, Áslaug Marinós-
dóttir og Ásta Svavarsdóttir gerðu tilraunakannanir af svipuðu tagi fyrir mig,
einkum til að prófa aðferðina. Loks er rétt að þakka fórnarlömbunum 68 sem
reyndu eftir bestu getu að velja 28 mismunandi ílátum nöfn.
3 Labov segir reyndar að könnun sín hafi náð til „a fair range of languages"
(1973:355) en ekki er þess getið að íslenska hafi verið á meðal þeirra.
íslenskt mál 8