Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 119
Hvað merkir orðið bolli? 99
stöður. Könnunin getur ekki enn talist svo víðtæk aS niSurstöSumar séu
nægilega traustar í öllum atriSum.
2. Aðferðin
í áSurnefndri grein Labovs (1973) eru myndir af 19 flátum. Ég notaSi
þessar myndir en tók líka haldiS af sumum ílátunum og bætti myndun-
um þannig breyttum í safniS. Þannig fengust teikningar af þeim 28
ílátum sem sýnd eru á 1. mynd. Þessar myndir vom síSan stækkaSar
2.5 sinnum4 og sýndar þátttakendum í könnuninni ein og ein í senn í
óreglulegri röS.5 Þær vora ekki númeraSar en merktar bókstöfum frá
A til Ö í stafrófsröS. Þátttakendur vom beSnir aS segja hvaS þeir
myndu kalla hvert ílát. Ýmist vom þeir spurSir einn og einn, látnir
svara munnlega og svörin tekin upp á segulband eSa þá aS fjórir (eSa
jafnvel fleiri) vom spurSir í einu og látnir svara skriflega á þar til gerS
eySublöS.
Þátttakendur í þessari könnun em nú orSnir 68. Þar af hefur 31
þátttakandi einfaldlega veriS spurSur hvaS hann myndi kalla hvert ílát
og ekki fengiS frekari upplýsingar um ílátin en þær aS þetta væm
einhvers konar „eldhúsílát“. Hinum hafa veriS gefnar sérstakar for-
sendur til aS miSa viS. 16 þeirra var t. d. sagt aS hugsa sér aS þeir
kæmu í hús og húsráSandi væri aS hella kaffi í ílát. Nú kæmi mynd af
þessu íláti og spumingin væri hvaS þeir myndu kalla þaS. Þessum hóp
(viS getum kallaS hann kaffihópinn) vom sem sagt sýndar allar mynd-
imar í þessu samhengi. 10 þátttakendur fengu aftur á móti þau fyrir-
mæli aS þeir skyldu hugsa sér ílátin á eldhúsborSi eSa þ. u. 1. og full af
kartöflustöppu, og loks var 11 manns gert aS ímynda sér aS ílátin stæSu
á borSi eSa hillu og blóm væra í.6 * 8
Allir þátttakendur vom spurSir um aldur, uppmna, hvar þeir hefSu
alist upp (til 14 ára aldurs eSa svo), hvaSan foreldrar þeirra væm, o. s.
frv. Hópurinn sem spurSur var án þess aS fá nokkrar upplýsingar um
4 Þannig varð t. d. m'yndin af íláti nr. 1 næstum 4 sm á breidd í stað 1.5 sm
eða svo í grein Labovs.
5 Röðin var þessi: 7, 24, 3, 12, 21, 2, 8, 22, 19, 25, 6, 14, 20, 9, 10, 23,
4, 18, 27, 15, 11, 1, 17, 26, 13, 28, 16, 5. Ef framhald verður á þessari athugun
ætti að breyta röðinni og sjá hvort það hefur áhrif á niðurstöðurnar.
8 Sama aðferð var notuð í könnun Labovs og félaga. Tilgangurinn er auðvitað
sá að athuga hve mikil áhrif það hafi á nafngiftina hvernig ílátið er notað.