Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 120
100
Höskuldur Þráinsson
notkun ílátanna skiptist eftir aldri og uppruna (uppeldi) eins og sýnt er
í Töflu I. Þar sést að talsvert ójafnvægi er í úrtakinu enn sem komiS er.
TAFLA I
Aldur og uppruni hluta þátttakenda
Aldur:
Undir 20 20-30 30-40 40-50 50-60 Yfir 60
8 10 7 1 5 0
Uppruni:
Rvík & Suðurn. & Austurl. Norðurl.
Kóp. Suðurl.
18 1 1 10
Vestf. &
Vesturl.
1
Samt er hér flokkaS miklu ónákvæmar eftir landshlutum en ástæSa
kynni aS vera til.7 Þess vegna verSur hér auSvitaS ekki gerS nein tilraun
til aS álykta um mismunandi málvenjur eftir landshlutum þótt tilraun
af þessu tagi henti á ýmsan hátt vel til slíkra athugana.
3. Helstu niðurstöður
3.1
Þeir sem spurSir voru um heiti á ílátunum án þess aS gefiS væri sér-
stakt samhengi notuSu aSallega eftirtalin orS (fyrst þau sem oftast voru
nefnd):
(2) bolli, glas, skál, kanna, krús, mál, staup, dolla, ker/kar, fantur,
krukka, vasi, bikar, box, dallur.
Önnur orS voru sjaldnar nefnd, svo sem koppur, stampur, dós, kolla,
spilkoma, eSa þá aSallega í tilteknu samhengi, svo sem fat eSa blóma-
pottur.
3.2
3.2.0
Næst getum viS athugaS hvaSa nafn eSa nöfn menn völdu hverri
mynd. í Töflu II er miSaS viS þá sem engar upplýsingar fengu um
notkun ílátanna. Fyrir aftan algengustu heitin í hverju tilviki eru gefnar
7 Þess má hins vegar geta að ef uppruni foreldra er athugaður kemur eftir-
farandi í ljós: Rvík & Kóp. 12, Suðurn. & Suðurl. 12, Austurl. 5, Norðurl. 24,
Vestf. & Vesturl. 8, erlent foreldri 1.