Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 122
102
Höskuldur Þráinsson
prósentutölur og merkja þær hve mikill hluti þeirra er spurðir voru
nefndu ílátið þessu tiltekna nafni. Þessum tölum er sleppt þar sem
fjöldinn er lítill.
Ýmisicgt má lesa út úr Töflu II. Við sjáum t. d. strax að ílát nr. 1,
2, 3, 5 og 6 voru nær undantekningarlaust kölluð bollar. Auk þess voru
ílát nr. 4, 7, 8, 13, 14, 16, 18 og 19 oftar kölluð bollar en nokkru öðru
einstöku nafni, en reyndar var það aðeins í sambandi við ílát nr. 4 sem
bolli fékk hreinan meirihluta ef svo má segja (61%). í hinum tilvikun-
um byggðist „kosningasigur“ hans fyrst og fremst á því að atkvæði
andstæðinga hans dreifðust á of marga „mótframbjóðendur11. Þetta er
þekkt fyrirbrigði úr stjómmálum. T. d. voru það aðeins 13% þátttak-
enda sem völdu skrípinu nr. 19 nafnið bolli, svo að ekki verður það
ílát nú kallað dæmigerður bolli né heldur hitt kantaða ílátið (nr. 18).
En við skulum nú líta svolítið nánar á þessar niðurstöður lið fyrir lið.
3.2.1 Hve víðir mega bollar vera?
Eins og sjá má á 1. mynd em ílát nr. 1-4 öll jafnhá en misvíð. Þátt-
takendur vom nær sammála um að kalla ílát nr. 1-3 bolla en flát nr. 4
var líka kallað skál, ker ikar) eða dallur t. d. Hlutfallið milli hæðar og
víddar er nálægt því að vera 1 : 1.6 á fláti nr. 1, 1 : 2 á fláti nr. 2,
1 : 2.5 á fláti nr. 3 og 1 : 3 á fláti nr. 4. M. ö. o., þótt hlutfallið milli
hæðar og víddar sé nálægt því að vera 1 : 1.6 á hinum dæmigerða bolla
(við munum sjá á eftir að ílát nr. 1 var næstum aldrei kallað annað en
boili hvert sem samhengið var og því má ætla að það sé nálægt því að
vera hinn dæmigerði bolli) þá má þetta hlutfall fara upp í 1 : 2.5 án
þess að menn hætti að kalla flátið bolla ef lögunin er að öðm leyti sú
sama. En verði víddin meiri en þetta miðað við hæð fara að renna á
menn tvær grímur. Þetta má auðvitað kanna nánar hjá fleiri málnot-
endum en niðurstöðurnar hér em svipaðar niðurstöðum Labovs um
enska orðið cup að þessu leyti.8
Reyndar er rétt að bæta hér við upplýsingum sem ekki koma fram í
Töflu II. Allir kölluðu ílát nr. 1 einfaldlega bolla og þeir sem kölluðu
ílát nr. 2 bolla höfðu ekki heldur neitt ákvæðisorð með. En þegar kom
að 3. fláti fóm menn að nota ýmis ákvæðisorð og segja víður bolli, lágur
8 Labov fer reyndar þá leið í töflu sinni að kalla hlutfallið milli hæðar og
víddar 1 fyrir flát nr. 1 og þá verður það nál. 1.2 fyrir ílát nr. 2, 1.5 fyrir nr. 3
o. s. frv. en það skiptir auðvitað ekki máli hér.