Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 123
Hvað merkir orðið bolli?
103
víSur bolli eSa kannski tebolli. Rúmlega Vs hluti þeirra sem spurSir
voru fór þannig aS viS aS nefna ílát nr. 3. Þetta sýnir aS mönnum þykir
3 vera óvenjulega víSur bolli miSaS viS hæS en bolli er þaS samt.
3.2.2 Hve háir mega bollar vera?
Á 1. mynd má einnig sjá aS ílát nr. 5-9 eru öll jafnvíS og nr. 1 og
eru svipuS því aS lögun nema þau eru hærri. Ef viS höldum áfram aS
kalla hæSina 1, þá sjáum viS aS hlutfalIiS milli hæSar og víddar má
vera 1 : 1.5 (5. ílát) og 1 : 1.1 (6. ílát) án þess menn hætti aS kalla
flátiS bolla. Þegar ílátiS er svo orSiS eitthvaS hærra en þaS er vítt, hlut-
falliS t.d. 1 : 0.85 eSa 1 : 0.65 eins og þaS er á 7. og 8. íláti, fer mönn-
um aS verSa um og ó og fara aS nefna heiti eins og kanna, mál, krús
eSa jafnvel glas. Og þegar hlutfalliS er komiS upp í 1 : 0.54 (9. ílát)
hættir orSiS bolli aS vera algengasta heitiS.9
Eins og áSur er svo rétt aS benda á aS þótt bæSi 5. og 6. flát væru
yfirleitt nefnd bollar þá var þar sá munur á aS mönnum þótti 5. flát
ekki þurfa neinnar frekari skýringar viS. ÞaS kom hins vegar fyrir aS
ákvæSisorS voru notuS meS heitinu bolli fyrir 6. flát, en þaS var þó
algengara þegar 7. ílát og einkum þaS 8. voru nefnd. Þá var t. d. sagt
djúpur bolli, hár bolli, einkennilegur bolli eSa jafnvel bolli fyrir „Irish
Coffee".
3.2.3 Þurfa bollar aS vera íhvolfir og mjókka niSur?
Ég býst viS aS flestir lesendur myndu svara þessari spurningu játandi
ef þeir væru spurSir beint. En viS getum líka skoSaS hvaS könnunin
segir um þetta. Á 1. mynd sjáum viS aS flát 10-12 eru hvorki íhvolf né
mjókka niSur heldur eru jafnvíS. Og ef viS lítum á Töflu II kemur í
ljós aS algengasta nafngiftin fyrir þessi flát var kanna. Þótt allt aS 16%
þátttakenda væru til meS aS kalla þessi ílát bolla þá var þaS ekki al-
gengasta heitiS fyrir neitt þeirra. Önnur orS yfir þessi flát voru mál,
krús og fantur.
ílát 13-15 eru ekki íhvolf heldur, en þau mjókka niður. Ekki virtust
menn sérlega ánægSir meS aS kalla þau bolla. A8 vísu var ekkert eitt
orð algengara heiti á ílátum 13 og 14, en þau ílát kölluðu 39% og 35%
9 Þessar niðurstöður eru ekki alveg sambærilegar við niðurstöður Labovs fyrir
ensku í áðurnefndri grein. Aðalmunurinn virðist vera sá að enska orðið mug
sýnist tiltölulega einrátt sem orð yfir ílát sem eru hlutfallslega of há til að vera
bollar. íslenska orðið kanna þarf aftur á móti að keppa við orð eins og mál og
krús t. d. um yfirráð á því „svæði“ eins og sést í Töflu II.