Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 127
INDRIÐI GÍSLASON og SIGRÍÐUR VALGEIRSDÓTTIR
Könnun á tíðni viðtengingarháttar í þátíð
Öll frumvinna viS athugun þá, sem hér verSur lýst, fór fram í Kennara-
háskóla íslands skólaáriS 1975-1976 og aS hluta til á haustönn 1976.
Úrvinnsla hefur af ýmsum sökum dregist á langinn. ÞaS verk var ekki
til lykta leitt aS fullu fyrr en á haustdögum 1979.
Margir hafa lagt hönd á plóginn viS könnun þessa og var verka-
skipting sem hér segir: Dæmasöfnun úr samtímamáli önnuSust 18 nem-
endur er höfSu íslensku sem valgrein í KHÍ. Flokkun dæmanna og
talningu annaSist 5 manna hópur úr þessum flokki. Völdust til þess þeir
nemendur sem sérstakan áhuga höfSu á verkefninu. Sá hópur sá og aS
öllu leyti um söfnun dæmanna frá 1925. Nýttist nemendum þessi vinna
sem hluti af námi. í 5 manna hópnum voru: Einar Már SigurSsson,
GuSlaug Ólafsdóttir, Haukur Þ. Amþórsson, Jónína María Kristjáns-
dóttir og Svanhvít Magnúsdóttir. Lektor í íslensku, Indriði Gíslason,
hafSi umsjón meS allri vinnu nemenda, skar m. a. úr ýmsum vafaatriS-
um í greiningu og skráningu. SigríSur Valgeirsdóttir, prófessor, hannaSi
rannsóknina meS tilliti til tölfræSilegrar úrvinnslu sem hún hefur annast
aS öllu leyti.
Okkur er Ijóst aS telja má til ýmsa annmarka á athuguninni. Fyrst er
aS nefna aS þeir, sem dæmum söfnuSu, voru óvanir slíkri vinnu. Má
því vera aS þeim hafi sést yfir dæmi. Útreikningur heildarorSafjölda má
og virSast miSur nákvæmur. Vísast um þetta til greinargerSar um fram-
kvæmd. — Hitt skal dregiS fram hér aS allir þeir nemendur, sem þátt
tóku í rannsókninni, lögSu sig fram og sýndu verkinu áhuga í hvívetna.
ViS sem nú leggjum nöfn okkar viS þessa skýrslu, færum þeim alúSar-
þakkir fyrir ágætt samstarf.
Markmið.
Upphaf aS þessari athugun má rekja til kennslufræSilegra sjónarmiSa.
Kennurum og verðandi kennurum þótti forvitnilegt að kanna tíðni við-
tengingarháttar í þátíS en vitaS er aS í móSurmálskennslu fer umtals-