Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 129
109
Könnun á tíðni viðtengingarháttar í þátíð
skyni) slíka athugun á einni skáldsögu, HreiSrinu eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson (Baldur Jónsson: 1975). Síðan hefur hann snúið sér að því
að „tölvutaka“ mál dagblaða og er mikils að vænta af þeim rann-
sóknum.
Hvarvetna í grannlöndum okkar er mikil stund lögð á orðtíðnirann-
sóknir (máltölvun). Hér verða ekki nefndar slíkar rannsóknir enda ekki
við þær stuðst.
Framkvœmd.
Mál dagblaða var tekið til könnunar á þeirri forsendu að þar fengist
helst mynd af málnotkun „eins og hún gengur og gerist“. Var allt sam-
fellt mál dagblaðanna lesið en sleppt auglýsingum og tilkynningum.
í úrtakinu frá 1975 voru (valin af handahófi) fjögur dagblöð (Morg-
unblaöið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn) og voru alls lesin 40 tbl., valin
af handahófi frá haustmánuðum 1975. Þeim 18 kennaranemum, sem
önnuðust gagnasöfnunina, var skipt í fjóra hópa og las hver hópur öll
dagblöðin í úrtakinu. Öll dæmi um viðtengingarhátt þátíðar voru skráð
á seðla í eðlilegu samhengi.
Lesmál var mælt í dálksentimetrum og skráð á sérstök eyðublöð ásamt
fjölda sagnorða í vth. þt. Formgerðin mundu + nh. var flokkuð sér.
Að þessu loknu var farið vandlega yfir dæmasafnið og það flokkað
eftir tíðni einstakra sagnorða, síðan raðað í stafrófsröð.
Sami háttur var hafður á í könnun dagblaða frá 1925. í úrtakið voru
valin fjögur dagblöð (Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn (sem þá
var að vísu ekki dagblað) og Vísir). Voru alls lesin 16 tbl.
Tengsl milli blaðamáls eftir árum og notkun viðtengingarháttar í
þátíð voru könnuð með Chi-kvaðrat tengslareikningi (x2). Þá var
reiknað innbyrðis hlutfall einstakra orða og fylgni milli tíðni sagnorða
í vth. þt. bæði árin.
Meðalfjöldi orða í dálksentimetra var reiknaður þannig að talin voru
orð í 10 dálksentimetrum í 10 tölublöðum (valið af handahófi) og síðan
reiknað meðaltal í dálksentimetrum.
Niðurstöður.
Yfirlit yfir fjölda dálksm., sem lesnir voru í úrtaki dagblaða frá 1925
og 1975, er sýnt á 1. töflu. Alls voru athugaðir 7673,8 dálksm. frá árinu
1925 en 49371,7 frá árinu 1975. Verulegur munur er á fjölda dálksm.
frá hvoru ári um sig. Áður hefur verið drepið á ástæðuna: Samanburð-