Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 135
115
Könnun á tíðni viðtengingarháttar í þátíð
Mikil hrelling í stafsetningu eru vth. þt. af sterkum sögnum sem
beygjast eftir 3. hljóðskiptaröð, einkum þeir sem í framburSi falla
saman viS vth. nt. en þaS gerist í so. binda, spinna, springa, stinga. Þar
er skemmst frá aS segja aS vth. þt. af slíkum sögnum kemur alls ekki
fyrir, hvorki 1975 eSa 1925. Þær sagnir þessa flokks sem koma fyrir í
vth. þt. 1975 eru þessar (tíSni í svigum): bregðast (1), finna, finnast
(8), hverfa (7), spretta (1), vinna (7). Getur þetta vart talist umtalsverS
tíSni — en þess ber aS geta aS so. verða fyllir þennan flokk og hefur
algera sérstöSu (sbr. 4. töflu).
Annar höfuSverkur stafsetjenda er vth. þt. af sögnunum draga, flá,
hlœja, liggja, slá, vega, þiggja, þvo. — So. liggja (tafla 4), draga (7) og
Þ‘ggja (1) koma fyrir (1975), hinar ekki.
Af öSrum vandrituSum viStengingarháttum mætti svo nefna hyggja,
hyggjast (6), leggja (6) og sjá (11).
Loks má drepa á þá tilgátu aS menn forSist aS nota sagnir meS vand-
rituSum viStengingarhætti þar sem þeir séu ekki öruggir í stafsetningu
þeirra, grípi þá fremur til sambeygingarinnar margnefndu, mundu +
nafnháttur. Þegar dæmin eru athuguð (2. og 4. skrá í viðbæti) virðist
þessi kenning þó haldlítil eSa haldlaus. Hitt virSist fremur koma til
álita aS þar séu oftar en hitt notaSar sagnir sem hafa sama form í vth.
þt. og frsh. þt.
Framar verSur ekki rýnt í hin „vandrituSu“ orSin né önnur atriSi í
sambandi viS könnun þessa. Víst hefSi mátt fara betur í saumana —
og þess skal getiS aS frumgögn öll eru varSveitt í Kennaraháskóla ís-
lands, málaskor. Sú er þó von okkar aS úttekt þessa megi hafa aS
einhverju leiSarljósi í stafsetningarkennslu.
HEIMILDIR
Arni Þórðarson og Gunnar Guðmundsson: Kennslubók í stafsetningu handa fram-
haldsskólum, sjöunda útgáfa, endurskoðuð og breytt, Rvík, Ríkisútgáfa náms-
bóka, [án árs].
Arsæll Sigurðsson: „Algengustu orðmyndir málsins og stafsetningarkennslan.“
Menntamál, 13. árg., 1940, 8-42.
Baldur Jónsson: Tíðni orffa í Hreiðrinu, tilraunaverkefni í máltölvun, Rvík, Rann-
sóknastofnun í norrænum málvísindum, 1975.
Halldór Halldórsson: Stafsetningarreglur, Akureyri, Þorsteinn M. Jónsson, 1944.