Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 142
JAKOB BENEDIKTSSON
Keppur og húfa
í bók sinni, Studien zur westnordischen Sprachgeographie (Bibl. Ar-
nam. XXVIII, 1967), ræddi Oskar Bandle m. a. um heiti á magahlut-
um jórturdýra (bls. 138-54). Þar kom í ljós að á þessum hlutum eru til
mörg heiti í vestumorrænum málum og að skipting þeirra er að veru-
legu leyti staðbundin. Á íslandi á þetta þó aðeins við um keppinn, þar
sem laki og vinstur em einráð hvort á sínu sviði, enda þótt mörg heiti
séu til á þeim í Noregi.
Veturinn 1972-73 ræddi ég nokkuð um orð sem varða sláturgerð og
önnur skyld efni í íslenskuþáttum Ríkisútvarpsins og kom þar ekki að
tómum kofunum hjá hlustendum frekar en endranær. í svöram þeirra
kom m. a. sitthvað fram um heiti á keppnum, sem staðfesti niðurstöður
Bandles um útbreiðslu þeirra í öllum meginatriðum, enda vora þær
reistar á heimildum víðs vegar af landinu. Eigi að síður kom ýmislegt
fram til viðbótar, sem ástæða er til að gera grein fyrir, þar sem það
getur varpað nokkra Ijósi yfir merkingarþróun þessara orða.
Eins og kunnugt er hefur orðið keppur tvær merkingar í þessu sam-
bandi: annarsvegar er það notað um innyflið, hinsvegar um blóðmörs-
eða sláturkeppi gerða úr keppnum sjálfum eða saumaða vömb. Síðar-
nefnda merkingin er þó engan veginn einráð um land allt; hún má heita
einhöfð um allt Norður- og Austurland, frá V.-Hún. til A.-Skaft., en
um Suður- og Vesturland var algengast að nota iður um þá sláturkeppi
sem sniðnir vora úr vömbum; keppurinn sjálfur virðist þó oftast hafa
haldið heiti sínu þegar hann var notaður í heilu lagi, og var þá stundum
kallaður sjálfgerði keppurinn. Svo virðist þó sem keppsheitið á vambar-
keppnum hafi verið að breiðast út, því að ýmsir hlustendur á iður-
svæðinu könnuðust við það, sumir töldu það jafnvel algengara.
Þessi skipting heitanna keppur og iður eftir landshlutum stendur aug-
ljóslega í nánu sambandi við skiptingu heitanna á innyflinu. Á iður-
svæðinu, þ. e. Suður- og Vesturlandi, er ósamsetta orðið keppur venju-
lega heitið á innyflinu; Vestfirðir hafa þó þá sérstöðu að þar era til