Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 143
123
Keppur og húja
ýmsar samsetningar með orðinu húfa sem síðari lið, eins og síðar verður
vikið að. Á kepp-svæðinu eru aftur á móti notaðar ýmsar samsetningar
þar sem keppur er síðari liður. Orsökin er augljós: úr því að keppur var
orðið almenna heitið á sláturkepp, var eðlilegt að greina innyflið frá
þessari merkingu með því að auðkenna það með forlið.
Lítum nú á heitin sem Bandle telur upp í bók sinni, en um þau fæst
glöggt yfirlit á korti hans (Bibl. Amam., Supplem. IV, nr. 21). Tekið
skal fram að fáein dreifð dæmi eru um sum þessara heita utan aðal-
svæðisins, bæði í bók Bandles og í dæmasafni Orðabókar Háskólans
(OH).
Útbreiddast er vélindiskeppur (sjaldnar vélinda-, vœlindis-), sem
er notaS allt frá V.-Hún. í S.-Múl. (OH hefur fengiS dæmi úr S.-Múl.,
en þaSan hafSi Bandle ekki dæmi).
Um Norðurland, frá A.-Hún. til S.-Þing., er og algengt heitið jagri-
keppur; kjamasvæði þess orðs virðist vera í Skagafirði og Eyjafirði;
örfá dæmi hafa borist af Suður- og Vesturlandi.
Á Austurlandi, frá Vopnafirði suður í A.-Skaft., er orðið skamm-
keppur algengt, víða algengara en vélindiskeppur (Bandle hafði ekki
dæmi úr VopnafirSi, en þau hafa borist til OH).
Loks fékk Bandle þrjú dæmi um heitið rósakeppur, sitt af hverju
landshomi (Rang., Hnapp., S.-Þing.); OH hefur fengið þrjú dæmi að
auki, úr A.-Skaft. og A.-Barð.
Til viðbótar þessu bámst OH tvær aðrar samsetningar:
Vilkeppur (eða vílkeppur); um þetta orð bárast dæmi úr Vopnafirði,
Breiðdal og A.-Skaft.
Maríukeppur; um þetta orS bárast dæmi úr BorgarfirSi vestra og af
Vestfjörðum. Sbr. það sem segir um Maríuhúju hér á eftir.
Loks er orðið hújukeppur, sem OH fékk nokkur dæmi um, en Bandle
hefur ekki klófest. Merking þess er nokkuð önnur en hinna samsetn-
inganna, og verður rætt um hana hér á eftir.
Þá skal vikið að úú/w-samsetningunum. Hjá Bandle era þessar til-
færðar (sé ekki annars getið era dæmin af Vestfjörðum):
Maríuhúja (OH hefur fengið dæmi af Snæfellsnesi til viðbótar).
Kepphúja og keppshúja (dæmi til viðbótar í OH úr Breiðafirði og
Am.). Merkingin er stundum önnur, sjá hér á eftir.
Undirhúja, eitt dæmi úr N.-ísf., þar sem orðið er talið hliðstætt
heitinu keppur.