Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 145
125
Keppur og húfa
í öðru lagi „Aqvaliculus ille parvus, clavæ figuram in animali gestans,
nec non intestina cæca“ (litli maginn í dýri, sem líkist kylfu, svo og botn-
langi). Ekki eru aðrar heimildir um að botnlangi hafi verið kallaður
keppur. Af skýringu Guðmundar á orðinu keppur um innyflið er helst
að ráða að hann hafi talið þá merkingu dregna af líkingu keppsins við
kylfu („clavæ figuram ... gestans“), og þá sennilega kylfu með hnött-
óttum haus. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, þar sem orðið keppur
merkir í öllum elstu heimildum íslenskum framar öllu einhvers konar
barefli eða kylfu, sbr. þýðingu Guðmundar sem tilfærð var. í hinum
óprentuðu orðabókum Guðmundar Ólafssonar (í konunglega bóka-
safninu í Stokkhólmi, N 1 IV) og Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (AM
433 fol.) er keppur skýrt sem lurkur eða barefli, gildara í annan end-
ann, þ. e. eins konar kylfa. Svipaðrar merkingar virðist orðið og vera
í Göngu-Hrólfs sögu, þar sem unnið er á Brynjólfi berserki (Fom-
aldars. Norðrl. III, 1830, 345): „lömdu þeir hann síðan með keppum
í hel“; sbr. og Grettis rímur V 54: „Keppa stóra kefsar fá / kunna
hart að reiða“. Um merkinguna ‘stafur’ eru hinsvegar engin dæmi í
íslenskum heimildum. Bandle (bls. 142-43) gerir aftur á móti ráð
fyrir þeirri merkingu þegar hann ætlar aS keppur hafi upphaflega verið
notað um sláturkepp „nach der lánglichen Form“, en síðan hafi heitið
færst yfir á innyflið, þar sem það hafi verið notað í heilu lagi undir blóð-
mör. Þessi skýring er hæpin, og miklu líklegra aS þróuninni hafi veriS
öfugt farið. Við þekkjum ekki dæmi um orðið keppur í merkingunni
sláturkeppur fyrr en á 19. öld. Elstu orðabækur, prentaðar og óprent-
aðar, frá Guðmundi Andréssyni til Bjöms Halldórssonar kannast ekki
við þá merkingu; sama á við um hina færeysku orðabók Svabos (Dic-
tionarium Færoense), hún hefur orðið keppur aðeins um innyflið. I
nútíma færeysku er keppur hinsvegar notað bæði um innyflið og slátur-
kepp soðinn í því, en virðist aftur á móti ekki vera haft um sláturkeppi
gerSa úr vömbum. Hér er því um svipaSa málvenju aS ræSa og a
sunnan- og vestanverSu íslandi, þar sem keppur er til í báSum merk-
ingum. Um innyflismerkinguna höfum viS hinsvegar fleiri dæmi frá
því á 17. öld og síSar. í kvæSi eftir Stefán Ólafsson (KvæSi II, 1886,
59) kemur fyrir orðið skammkeppur: „skrapp gor úr skammkepp/og
skaut út um þjóðbraut“. Orðið er þama greinilega notað um innyfli,
þó að það sé í spotti um manneskju. En dæmið sýnir líka að austfirska
orðið skammkeppur er ekki nýtt af nálinni. Jón Ólafsson tilfærir líka