Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 147
127
Keppur og húfa
bann átti að stafa af því að ekki mætti stæla handaverk guðs, eins og
ýmsir hlustendur tóku fram. Ekki væri ólíklegt að einhverjum hefði
dottið í hug að nota munstrið á keppnum á útsaumaðar húfur, og væri
þá þessi þjóðtrú leifar frá þeim tíma þegar húfu-heiún voru útbreiddari
en nú, því að dæmin um þessa kreddu eru nær því úr öllum lands-
hlutum.
Loks skal vikið að nokkrum orðum sem fengið hafa sérstakar merk-
ingar. Um orðið húfukeppur fengum við dæmi af Norðurlandi og úr
Mýrasýslu, en merkingin var tvenns konar. Annarsvegar var orðið
skýrt þannig að keppir úr vænum dilkum og fullorðnu fé voru „teknir
í tvennt, og þurfti þá ekki að sauma neðri keppinn, sem ýmist var kall-
nður fagrikeppur eða húfukeppur; efri hlutinn var nefndur vélindis-
keppur“. Þessa skýringu fengum við úr Eyjafirði og aðra svipaða úr
A.-Hún. Hinsvegar er líka til að keppur sem sniðinn var úr vömbinni
kringum vambaropið væri kallaður hújukeppur, en hann þurfti ekki að
sauma nema á eina hlið. Sýnilegt er að þessar merkingar eru síðar til
komnar, og líklegast að húfukeppurinn hafi upphaflega verið keppur-
inn sjálfur. Til stuðnings því er orðið kepphúfa, sem er til í sömu merk-
ingu og húfukeppur í eyfirska dæminu; um það höfum við vitneskju
úr N.-ísf. og Ám., en annars er kepp(s)húfa notað um keppinn allan.
Enn má nefna orðið húfuiður, sem Bandle fékk eitt dæmi um; merking
þess var ekki með öllu ljós, en líklegt má telja að það sé til orðið á
svipaðan hátt og húfukeppur, þ. e. um sláturkepp úr keppnum sjálfum.
Þar væri þá um leif að ræða af hú/n-heitunum, og er það ekki eina
dæmið um að leifar gamalla orða séu til á Vestfjörðum og Suðaustur-
landi en ekki annarsstaðar.
Þess má geta að lokum að við fengum allmörg dæmi um orðið op-
keppur, sem var sláturkeppur sniðinn úr vömbinni með vambaropinu,
þ- e. sama fyrirbærið og sumir kölluðu húfukepp eða kepphúfu, eins
°g áður sagði. Um opkepp fengum við dæmi frá S.-Þing. austur í
S.-Múl., en í Berufirði og Homafirði var þessi keppur kallaður kjaft-
iður og í A.-Barð. keppsiður. Þessi orð koma vitaskuld ekki innyflinu
við, enda þurfa þau ekki að vera sérlega gömul, hins vegar gefa þau
bendingu um það hvemig merkingarþróunin gat orðið í heitunum húfu-
keppur og kepphúfa.