Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 149
JÓN FRIÐJÓNSSON
Sambeyging í tilvísunarliðum, er vísa til
eignarfalls eða eignarfornafns
1.0. í grein þessari verSur hugtakiS tilvísunarliður (tv.l.) notaS um liS-
felldar (ófullkomnar) tilvísunarsetningar.1 Ef gert er ráS fyrir, aS fallorS
í tv.l. samsvari röklega sagnfyllingu meS sögninni aS vera, má telja hiS
HSfellda falIorS tilvísunarsetningarinnar (þ. e. frumlagiS) viSmiSunar-
orS sagnfyllingarinnar, sem eftir stendur. MeS þessum hætti má lýsa
vali falls í tv.l. sem sambeygingu. MeS því aS umorSa dæmi A og B
eins og sýnt er hér á eftir í A1 og B1 má fá fram viSmiSunarorS til-
vísunarliSanna í dæmum A og B:
A. Ég segi þér þetta sem trúnaðarvinur
B. Ég segi þér þetta sem trúnaðarvini
Al. Ég, ég sem er trúnaðarvinur
Bl. ... þér, þú sem ert trúnaðarvinur
Um fallanotkun í tv.l. gildir sú meginregla, aS fallorS í tv.l. sambeyg-
ist viSmiSunarorSi sínu eins og þaS er í yfirborSsgerS, sbr. dæmi A og
B. í dæmi A getum viS sagt, aS tilvísunin sé frumlœg, þar sem vísaS er
til frumlags aSalsetningar, en andlœg í dæmi B, þar sem vísaS er til
andlags aSalsetningar. Frá þessari meginreglu eru þó allmörg frávik,
sem skipta má í nokkra flokka, eftir því hverrar gerSar viSmiSunar-
setning (móSursetning) er. í grein þessari er ætlunin aS fjalla um eina
tegund slíkra frávika, þ. e. gera grein fyrir sambeygingu í tilvísunarliS,
sem vísar til eignarorðskipunar, þ. e. til eignarfalls eSa eignarfornafns í
móSursetningu.
1 Hugtakið tilvísunarliður er ekki að finna í handbókum um íslenska setninga-
fræði, heldur eru notuð önnur heiti um hliðstæð fyrirbrigði. Jakob Jóh. Smári
notar hugtakið samtengingarliður um samtengingu — einkum samanburðarteng-
ingu — ásamt fylgiorði (JakJóhSmári 20, bls. 95). Halldór Halldórsson notar það
hugtak einnig, en takmarkar það ekki við samanburðartengingu og fylgiorð (HH
55, bls. 45). Björn Guðfinnsson notar hins vegar heitið samanburðarliður um
samanburðartengingu ásamt fylgiorði (BG 43, bls. 27).
íslenskt mál 10