Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 150
130
Jón Friðjónsson
Sá háttur verSur hafður á, aS í sér kafla verSa tilgreind dæmi annars
vegar um notkun eignarfalls í tilvísunarliS og hins vegar um nefnifall.
Þessum tveimur dæmaflokkum verSur hvorum um sig skipt í tvo undir-
flokka, eftir því hvort viðmiðunarorð er í eignarfalli annars vegar eða
þolfalli, þágufalli eSa nefnifalli hins vegar. A8 því loknu verSur í kafla
3.0 fjallaS um hvem flokk fyrir sig og í kafla 3.1 er gerS grein fyrir
tíSni þeirra. í kafla 3.2 og 3.3 er vikiS aS atriSum, sem virSast kunna
aS hafa áhrif á tíSni hinna einstöku flokka, án þess þó aS valfrelsi sé
útiIokaS. í kafla 4.0, 5.0 og 5.1 er fjallaS um orSskipanir, sem geta leitt
til þess, aS valfrelsi sé útilokaS. Kafli 6.0 er loks yfirlitskafli. En nú
skal vikiS aS dæmunum.
2.0 Dæmi um notkun nefnifalls í tilvísunarlið, þar sem viðmiðunarorð
er í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli:
a) Það er skylda þín sem opinber starfsmaður ...
b) Þú gerðir ekki annað en skyldu þína sem kona
c) .. . en til að bregðast ekki skyldum sínum sem bókmenntagagn-
rýnandi . ..
2.1. Dæmi um notkun nefnifalls í tilvísunarlið, sem vísar til viðmið-
unarorðs í eignarfalli:
a) Fyrsta verk hans sem verkfrœðingur var að teikna brú yfir Ölfusá.
b) Húsvitjanir vom hans aðalstarf sem prestur
c) . .. að öll embættisfærsla Jóns sem héraðslœknir væri í bezta lagi
2.2. Dæmi um notkun eignarfalls í tilvísunarlið, þar sem viðmiðunar-
orð er í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli:
a) Það er skylda mín sem lœknis hér á skipinu
b) Að öðru leyti kvað hann allt í óvissu um framtíð sína sem skák-
manns
c) . . . að hann skuli beita valdi sínu sem umræðustjórnanda til að
skera á umræðutímann
2.3. Dæmi um noíkun eignarfalls í tilvísunarlið, þar sem viðmiðunar-
orð er í eignarfalli:
a) Þetta er aðeins 8. keppni hans sem atvinnumanns
b) Ferill hennar sem málara var ekki ýkja íangur
c) Gallar kjarnorkunnar sem orkugjafa . . .