Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 151
131
Sambeyging í tilvísunarliðum, er vísa til ef. eða efn.
3.0. Dæmi þau, er tilgreind voru í 2.0-2.3 eru öll raunveruleg, þ. e.
fengin úr blöðum, bókum, útvarpi eða sjónvarpi. Dæmin ættu að gefa
allgóða mynd af því valfrelsi, sem ríkir um sambeygingu í tilvísunarlið,
er vísar til eignarfalls eða eignarfomafns. Þetta valfrelsi endurspeglast
í því, að í dæmum 2.0—2.1 má nota eignarfall í stað nefnifalls í tilvís-
unarlið og í dæmum 2.2-2.3 er unnt að nota nefnifall í stað eignarfalls
án þess að merking breytist. í öllum tilvikum verður að telja, að um
góðar og gildar setningar yrði að ræða,2 enda auðvelt að tilgreina fjöl-
mörg dæmi til viðbótar, um hvora notkunina sem er.
í dæmum 2.0 a-c er notað nefnifall í tilvísunarlið, enda er ekki neinu
eiginlegu eignarfalli til að dreifa sem hugsanlegum viðmiðunarpól. Hér
er því um röklega sambeygingu að ræða, sem telja má, að vísi til fram-
lags liðfelldrar tilvísunarsetningar, sbr. 1.0. Dæmi 2.0 a má umyrða
svo:
2.0 al Það er skylda þín, þú sem ert opinber starfsmaður.
Með þessu móti fæst fram hinn eiginlegi viðmiðunarpóll, sem telja
má, að liggi til grundvallar í dæmi 2.0 a. Sams konar umyrðingu má
heita í dæmum 2.0 b-c til að sýna viðmiðunarorð tilvísunarliðanna.
í dæmum 2.1 a-c er einnig notað nefnifall, enda þótt viðmiðunar-
setningin hafi að geyma eignarfall, sem nota mætti sem viðmiðunarpól.
Hér má því einnig telja um röklega sambeygingu að ræða, sambeygingu
við undanskilið frumlag tilvísunarsetningar. Dæmi 2.1 a má umyrða á
svipaðan hátt og dæmi 2.0 a til að fá fram viðmiðunarorðið:
2.1 al Fyrsta verk hans, hann sem er verkfræðingur.
í dæmum 2.2 a-c er notað eignarfall í tilvísunarlið, enda þótt eiginlegu
eignarfalli sem viðmiðunarorði sé ekki til að dreifa í móðursetningu.
Merkingarlega er hins vegar eignarfomafn nátengt eignarfalli, enda er
eignarfall 3. persónu fomafna notað eftir ákveðnum reglum í stað
eignarfomafns, þ. e. sé vísað til 3. persónu eintölu eða fleirtölu, þar sem
frumlag og eigandi em ekki sama persóna (hans, hennar, þess, þeirra).3
2 Rétt er að gera þann fyrirvara strax, að valkostlrnir eru engan veginn jafn
algengir, en að tíðni hinna einstöku flokka verður vikið í kafla 3.1.
3 Hér á eftir verða slík 3. persónu fornöfn í eignarfalli, sem notuð eru sem
e|gnarfornöfn, kölluð óeiginleg eignarfornöfn til aðgreiningar frá eiginlegum
eignarfornöfnum. Um dreifingu eiginlegra og óeiginlegra eignarfornafna í nútíma
íslensku sjá Bruno Kress 63, bls. 132, og SE 49, bls. 124.