Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 152
132
Jón Friðjónsson
Merkingarskyldleiki eignarfalls og eignarfomafns kemur glöggt í ljós,
ef eignarfall er notað í stað eignarfomafns í dæmi 2.2 a:
2.2 a Það er skylda mín sem læknis (lœknir) .. .
2.2 al Það er skylda Páls (hans) sem lœknis (læknir) . ..
Sambeygingu í dæmum 2.2 a-c má því telja röklega miðað við yfir-
borðsgerð, þ. e. miðað er við hið óeiginlega/merkingarlega eignarfall,
sem í eignarfomöfnum felst. Slík sambeyging fær aukinn styrk, vegna
þess hve algengt er að nota eignarfall í stöðu eignarfomafna, sbr. dæmi
2.3 a-c.
í dæmum 2.3 a-c er notað eignarfall í tilvísunarlið, enda stendur
hinn málfræðilegi viðmiðunarpóll í móðursetningu í eignarfalli. Hér má
því telja, að um málfræðilega sambeygingu miðað við yfirborðsgerð sé
að ræða.
3.1. Alls hef ég undir höndum 60 dæmi hliðstæð þeim, er tilgreind eru
í 2.0-2.3. Dæmum þessum hef ég safnað undanfarin fjögur ár án þess
að leita sérstaklega að annarri tegundinni frekar en hinni. Því má gera
ráð fyrir, að þessi 60 dæmi gefi allsæmilega mynd af tíðni hinna mis-
munandi flokka, en dæmin skiptust þannig í flokka:
Viðmiðunarorð í nf/þf/þgf — nf. í tv.l. (2.0) 15 dæmi
Viðmiðunarorð í nf/þf/þgf — ef. í tv.l. (2.2) 7 dæmi
Viðmiðunarorð í ef. — nf. í tv.l. (2.1) 17 dæmi
Viðmiðunarorð í ef. — ef. í tv.l. (2.3) 21 dæmi
Alls 60 dæmi
Athyglisvert er, að sé viðmiðunarorð í nf., þf. eða þgf. (2.0; 2.2), þá
er miklu algengara að nota nf. (15 dæmi) en ef. (7 dæmi). Form við-
miðunarorðs í yfirborðsgerð veldur því, að ef. á erfitt uppdráttar í
slíkum dæmum. Sé hins vegar viðmiðunarorð í eignarfalli, er nokkurn
veginn jafnalgengt og nota nf. (17 dæmi) og ef. (21 dæmi). Rökleg
sambeyging við óeiginlegt eignarfall (2.2) er því greinilega sjaldgæfust
flokkanna fjögurra. Er leitað var til málhafa og þeir spurðir álits á
setningum af gerðinni 2.2, fékkst þessi niðurstaða staðfest: er valið var
á milli setninga af gerðinni 2.0 og 2.2 voru þeir mun fleiri, er töldu 2.0
betri en öfugt, en hins vegar ríkti mikil óvissa, er gera skyldi upp á
milli flokkanna 2.1 og 2.3.
3.2. í nútíma íslensku gætir allnokkuð þeirrar tilhneigingar að nota